„Ég ætlaði í kokkinn á sínum tíma. Ég hef alltaf borðað mjög mikið og var byrjaður að spá í mat strax sem barn. Það kemur líka yfir mig mikil ró þegar ég elda, ég slappa af við þetta og helst þegar sem mest er í gangi. Kannski er ég með ógreindan athyglisbrest sem lagast við eldamennsku,“ segir Mattthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2.
Matti segir að hann eldi líklega ívið meira en konan hans, Auður Kolbrá, en þau eldi líka mikið saman. Hann leitar að uppskriftum og innblástri í bókum en ekki síður á netinu. Finni hann uppskrift sem honum líst á geymir hann hana í til þess gerðu appi sem hægt er að nálgast bæði í tölvunni og í síma, sem er mjög hentugt þegar fara þarf í verslun og kaupa hráefni. Matti segist þó ekki vera mjög skipulagður þegar komi að matseðlinum eða innkaupum. „Þetta er hjá okkur …
Athugasemdir