Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

Kviku gert að greiða tæp­lega 150 millj­ón­ir til rík­is­ins vegna van­gold­inna skatta og gjalda.

Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum
Sóttir til starfsmanna Peningarnir sem Kvika þarf að greiða til ríkisins út af vangoldnum sköttum og gjöldum verða sóttir til starfsmanna bankans segir Ármann Þorvaldsson.

Kvika banki mun ganga á eftir því við hóp starfsmanna sinna sem fékk hlutabréfakauprétti í bankanum árið 2016 að þeir endurgreiði bankanum vangoldna skatta og tryggingargjöld vegna viðskiptanna. Þetta segir Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku, aðspurður um málið. 

Yfirskattanefnd felldi úrskurð þess efnis þann 19. desember síðastliðinn að Kvika skyldi greiða tekjuskatt og tryggingargjöld af arðgreiðslum vegna hlutabréfanna upp á rúmlega 400 milljónir króna sem runnu til starfsmannanna, alls 34, vegna kauprétta þeirra í bankanum, en Kvika greiddi á sínum tíma aðeins 88 milljóna króna fjármagnstekjuskatt af þessum greiðslum. Arðgreiðslur út af hlutabréfaeigninni til einstakra starfsmanna Kviku námu á bilinu 1,5 milljónum til rúmlega 30 milljóna króna. Því er um að ræða talsverðar fjárhæðir sem sumir starfsmenn þurfa að greiða til baka, eða sem mest lætur: Tekjuskatt af 30 milljónum króna. 

Mismunurinn á fjármagnstekjuskattinum og þeim greiðslum sem Kvika þarf að standa skil á til ríkisins í kjölfar úrskurðarins nemur 107,5 …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár