Kvika banki mun ganga á eftir því við hóp starfsmanna sinna sem fékk hlutabréfakauprétti í bankanum árið 2016 að þeir endurgreiði bankanum vangoldna skatta og tryggingargjöld vegna viðskiptanna. Þetta segir Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku, aðspurður um málið.
Yfirskattanefnd felldi úrskurð þess efnis þann 19. desember síðastliðinn að Kvika skyldi greiða tekjuskatt og tryggingargjöld af arðgreiðslum vegna hlutabréfanna upp á rúmlega 400 milljónir króna sem runnu til starfsmannanna, alls 34, vegna kauprétta þeirra í bankanum, en Kvika greiddi á sínum tíma aðeins 88 milljóna króna fjármagnstekjuskatt af þessum greiðslum. Arðgreiðslur út af hlutabréfaeigninni til einstakra starfsmanna Kviku námu á bilinu 1,5 milljónum til rúmlega 30 milljóna króna. Því er um að ræða talsverðar fjárhæðir sem sumir starfsmenn þurfa að greiða til baka, eða sem mest lætur: Tekjuskatt af 30 milljónum króna.
Mismunurinn á fjármagnstekjuskattinum og þeim greiðslum sem Kvika þarf að standa skil á til ríkisins í kjölfar úrskurðarins nemur 107,5 …
Athugasemdir