Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

List í almannarými, fögnuður myrkurs og Einræðisherrann

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar, og við­burð­ir 11.–24. janú­ar.

List í almannarými, fögnuður myrkurs og Einræðisherrann

Þetta og svo margt fleira er að gerast næstu tvær vikurnar.

Einræðisherrann

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? til 23. febrúar
Aðgangseyrir: frá 3.000 kr.

Þessi leiksýning er óður til samnefnds meistaraverks Charlie Chaplins en leikstjórinn, Nikolaj Cederholm, hlaut mikið lof þegar hann sýndi það í Nørrebro-leikhúsinu í Kaupmannahöfn á liðnu leikári. Á Íslandi tekur Sigurður Sigurjónsson að sér hlutverk flækingsins sem verður einræðisherra fyrir röð mistaka. Boðið verður upp á umræður eftir sýningu 12. janúar. 

Dynfari, Úlfúð, Morpholith

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 12. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Blásið er til dúm-kvölds á Gauknum til að fagna myrkrinu. Dynfari spilar draumkennda tónlist innblásna af black metal. Vopnaðir reykelsum, kertaljósi og dáleiðandi tónum sigla þeir skilningarvitum áheyrenda í aðra veröld. Úlfúð er samansafn mismunandi strauma innan öfgarokks. Níðþungt grúv, svífandi melódíur og kalt, ófyrirgefandi hatur. Morpholith hefur markað sér stöðu sem þyngsta starfandi dúm-hljómsveit landsins.

Núna 2019

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 12., 13., & 20. janúar
Aðgangseyrir: 6.550 kr.

Þrír ungir höfundar, þau Hildur Selma Sigbertsdóttir, Matthías Tryggvi Haraldsson og Þórdís Helgadóttir, sýna hvert sitt 30 mínútna verk, sem voru þróuð með Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Jóhannesdóttur. Verkin fjalla um allt frá einmannaleika, skilnað, einbúa og veruleikaflótta.

Versatile Uprising

Hvar? Veður og vindur
Hvenær? Til 26. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þetta gagnvirka listaverk eftir Claire Paugam og Raphaël Alexandre bregst við hreyfingu áhorfenda með flóknu munstri af ljósum og hljóðum. Veður og vindur er götugallerí í glugga Hverfisgötu 37 sem hefur það yfirlýsta markmið að tengja saman listina, borgina og gangandi vegfarendur. Sýningar standa yfir í einn eða tvo mánuði og eru opnar allan daginn.

Svartir sunnudagar: The Princess Bride 

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 13. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Það er nánast óhugsandi að þessi klassíska ævintýra- og skylmingarmynd sé nú fyrst að rata á dagskrá Svartra sunnudaga, en hún verður sýnd í tveimur sölum. Fjölskylduvæn kvikmyndin fjallar um ótrúlegan kraft ástarinnar og sýnir hvernig jafnvel hinir verstu tuddar geta orðið að bestu mátum ef þeim er mætt af skilningi og kærleika. Myndin er sýnd með íslenskum texta.

CLOSEUPS

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? Til 14. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Norska listakonan Ingunn Vestby sýnir á abstrakt hátt myndmál hringrásar náttúrunnar. Myndirnar endurspegla ferla og stöðuga endurtekningu svo óljóst er hvort eitthvað sé að fara að myndast eða leysast upp. Ingunn vinnur með blandaða tækni og notar ljósmyndir, textíl og málverkið gjarnan hvort fyrir sig eða samblandað.

Kristín Anna 

Hvar? Mengi
Hvenær? 19. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Kristín Anna Valtýsdóttir hefur verið virk í tónlistarheiminum í rúmlega tvo áratugi. Hún var ein af stofnmeðlimum tilraunakenndu hljómsveitarinnar múm og hefur haldið tónleika og gjörninga víða sem Kría Brekkan. Hún kemur nú fram undir eigin nafni og spilar bæði ný og eldri píanó og sönglög úr eigin smiðju á þessum tónleikum.

Undir sama himni – List í almenningsrými

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 19. jan til 31. des
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Listasafn Reykjavíkur helgar árið 2019 listaverkum í almenningsrými. Af því tilefni verður lögð áhersla á útilistaverk í Ásmundarsafni á árinu. Sett er upp sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar í hluta safnsins sem stendur út árið. Verkin á sýningunni eru bæði frummyndir verka sem standa úti í almenningsrými eða verk sem tengjast þeim. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár