Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óttast að samkeppni í vopnaflutningum verði erfiðari

Air Atlanta seg­ir að ný reglu­gerð geri sam­keppn­is­hæfni flug­fé­lags­ins verri þeg­ar kem­ur að flutn­ingi her­gagna í ís­lensk­um flug­vél­um.

Óttast að samkeppni í vopnaflutningum verði erfiðari

Flugfélagið Air Atlanta óttast að tapa samkeppnishæfni þegar kemur að flutningi hergagna verði málsmeðferðartími Flugmálastjórnar á beiðnum um slíkt lengdur. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um drög að reglugerð um flutning hergagna með loftförum.

Í drögunum er málsmeðferðartíminn lengdur úr 7 dögum í 14 daga. „Þessi lengdi málsmeðferðartími hefur áhrif á samkeppnishæfni félagsins þegar kemur að flutningi hergagna, enda koma slík tilvik oftast nær upp með skömmum fyrirvara og viðskiptavinir félagsins treysta á skjót viðbrögð við slíkum beiðnum,“ segir í umsögn flugfélagsins. Þess er farið á leit að tímarammanum verði ekki breytt.

Í drögunum er lagt til að reglugerðin nái til bæði flutnings hergagna um íslenskt yfirráðasvæði og með íslenskum loftförum hvar sem þau eru stödd. Þá er nánar skilgreint hvað teljist hergögn. Loks er mælt fyrir um í hvaða tilvikum beri að hafna umsókn um leyfi til flutninga hergagna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaflutningar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár