Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óttast að samkeppni í vopnaflutningum verði erfiðari

Air Atlanta seg­ir að ný reglu­gerð geri sam­keppn­is­hæfni flug­fé­lags­ins verri þeg­ar kem­ur að flutn­ingi her­gagna í ís­lensk­um flug­vél­um.

Óttast að samkeppni í vopnaflutningum verði erfiðari

Flugfélagið Air Atlanta óttast að tapa samkeppnishæfni þegar kemur að flutningi hergagna verði málsmeðferðartími Flugmálastjórnar á beiðnum um slíkt lengdur. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um drög að reglugerð um flutning hergagna með loftförum.

Í drögunum er málsmeðferðartíminn lengdur úr 7 dögum í 14 daga. „Þessi lengdi málsmeðferðartími hefur áhrif á samkeppnishæfni félagsins þegar kemur að flutningi hergagna, enda koma slík tilvik oftast nær upp með skömmum fyrirvara og viðskiptavinir félagsins treysta á skjót viðbrögð við slíkum beiðnum,“ segir í umsögn flugfélagsins. Þess er farið á leit að tímarammanum verði ekki breytt.

Í drögunum er lagt til að reglugerðin nái til bæði flutnings hergagna um íslenskt yfirráðasvæði og með íslenskum loftförum hvar sem þau eru stödd. Þá er nánar skilgreint hvað teljist hergögn. Loks er mælt fyrir um í hvaða tilvikum beri að hafna umsókn um leyfi til flutninga hergagna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaflutningar

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár