Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óttast að samkeppni í vopnaflutningum verði erfiðari

Air Atlanta seg­ir að ný reglu­gerð geri sam­keppn­is­hæfni flug­fé­lags­ins verri þeg­ar kem­ur að flutn­ingi her­gagna í ís­lensk­um flug­vél­um.

Óttast að samkeppni í vopnaflutningum verði erfiðari

Flugfélagið Air Atlanta óttast að tapa samkeppnishæfni þegar kemur að flutningi hergagna verði málsmeðferðartími Flugmálastjórnar á beiðnum um slíkt lengdur. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um drög að reglugerð um flutning hergagna með loftförum.

Í drögunum er málsmeðferðartíminn lengdur úr 7 dögum í 14 daga. „Þessi lengdi málsmeðferðartími hefur áhrif á samkeppnishæfni félagsins þegar kemur að flutningi hergagna, enda koma slík tilvik oftast nær upp með skömmum fyrirvara og viðskiptavinir félagsins treysta á skjót viðbrögð við slíkum beiðnum,“ segir í umsögn flugfélagsins. Þess er farið á leit að tímarammanum verði ekki breytt.

Í drögunum er lagt til að reglugerðin nái til bæði flutnings hergagna um íslenskt yfirráðasvæði og með íslenskum loftförum hvar sem þau eru stödd. Þá er nánar skilgreint hvað teljist hergögn. Loks er mælt fyrir um í hvaða tilvikum beri að hafna umsókn um leyfi til flutninga hergagna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaflutningar

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár