Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óttast að samkeppni í vopnaflutningum verði erfiðari

Air Atlanta seg­ir að ný reglu­gerð geri sam­keppn­is­hæfni flug­fé­lags­ins verri þeg­ar kem­ur að flutn­ingi her­gagna í ís­lensk­um flug­vél­um.

Óttast að samkeppni í vopnaflutningum verði erfiðari

Flugfélagið Air Atlanta óttast að tapa samkeppnishæfni þegar kemur að flutningi hergagna verði málsmeðferðartími Flugmálastjórnar á beiðnum um slíkt lengdur. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um drög að reglugerð um flutning hergagna með loftförum.

Í drögunum er málsmeðferðartíminn lengdur úr 7 dögum í 14 daga. „Þessi lengdi málsmeðferðartími hefur áhrif á samkeppnishæfni félagsins þegar kemur að flutningi hergagna, enda koma slík tilvik oftast nær upp með skömmum fyrirvara og viðskiptavinir félagsins treysta á skjót viðbrögð við slíkum beiðnum,“ segir í umsögn flugfélagsins. Þess er farið á leit að tímarammanum verði ekki breytt.

Í drögunum er lagt til að reglugerðin nái til bæði flutnings hergagna um íslenskt yfirráðasvæði og með íslenskum loftförum hvar sem þau eru stödd. Þá er nánar skilgreint hvað teljist hergögn. Loks er mælt fyrir um í hvaða tilvikum beri að hafna umsókn um leyfi til flutninga hergagna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaflutningar

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár