Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Við fluttum hingað til að sonur okkar gæti öðlast betra líf

Pabbi Maríönnu Sveins­dótt­ur er Ís­lend­ing­ur og mamma henn­ar er Mexí­kói. Hún hef­ur nær alla tíð bú­ið í Mexí­kó en er ný­flutt til Ís­lands með eig­in­manni og tveim­ur börn­um.

Við fluttum hingað til að sonur okkar gæti öðlast betra líf

Ég er hálfur Mexíkói og hálfur Íslendingur. Fyrsta árið af ævi minni bjó ég á Íslandi með báðum foreldrum mínum. Svo skildu þau og við mamma fluttum til Mexíkó. Nær allt líf mitt hef ég búið í einni fallegustu borginni þar, San Miguel de Allende. Það er yndisleg borg, en sextán ára sonur minn er samkynhneigður og það getur verið erfitt í Mexíkó. Þess vegna fluttum við fjölskyldan hingað fyrir um ári síðan, svo að sonur okkar gæti öðlast betra líf.

Ég hef komið hingað í heimsókn nokkrum sinnum en það er auðvitað allt öðruvísi að vera ferðamaður heldur en að búa hérna og koma undir sig fótunum. Börnin mín lentu bæði í einelti í skólanum. Strákarnir stríddu honum fyrir að vera hommi, sem kom okkur á óvart, því pabbi hafði sagt mér að hvergi í heiminum væri betra að vera samkynhneigður en einmitt hér. Dóttir mín var lögð í gróft einelti. Það var sárt, því hún var svo jákvæð og hlakkaði svo til að flytja hingað. Við þurftum að láta þau bæði skipta um skóla.

En nú er þetta allt á uppleið. Strákurinn minn er kominn í menntaskóla, er búinn að eignast kærasta og þeir eru glaðir saman. Smám saman er sjálfstraust dóttur minnar að byggjast upp aftur. Hún er samt hrædd við að reyna að eignast vini. Hún óttast stöðugt að verða særð og að segja eitthvað vitlaust.

Þrátt fyrir allt elskum við að búa hérna. Það allra besta er að geta verið nálægt ömmu minni. Hún er orðin 93 ára og ég bjóst ekki við að hitta hana nokkurn tímann aftur. Nú er ég nálægt henni og bý í fyrsta sinn í sömu borg og systir mín og bræður. Að vera svona nálægt fólkinu mínu er það besta við að búa hér á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár