Eignarhaldsfélagið Kristinn ehf., fyrirtæki Guðbjargar Matthíasdóttur, er orðið eigandi 30 prósent hlutafjár í Evu Consortium ehf., sem á hlutabréf í einkareknu heilbrigðisfyrirtækjunum Klíníkinni ehf., heimahjúkrunarfyrirtækinu Sinnum ehf. og sjúkrahóteli sem rekið er í Ármúla í Reykjavík. Þetta kemur fram í ársreikningi Evu Consortium fyrir árið 2017.
Guðbjörg Matthíasdóttir er einn auðugasti Íslendingurinn og var hún lengi vel stærsti hluthafi Morgunblaðsins hvar Ásdís Halla Bragadóttir var stjórnarmaður. Sonur Guðbjargar, Einar Sigurðsson, er auk þess stjórnarmaður í Evu Consortium. Kristinn ehf. var áður eigandi rúmlega 9,8 prósent hlutafjár en jók hlut sinn í fyrra og á 30,2 prósent í fyrirtækinu á móti 38,8 prósenta hlut Ásdísar Höllu Bragadóttur og 31 prósent hlutar Ástu Þórarinsdóttur, stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, sem skipuð var af Bjarna Benediktssyni.
Umtalað fyrirtæki út af einkavæðingaráformum
Klíníkin hefur á liðnum árum verið umtalað fyrirtæki á Íslandi vegna áhuga forsvarsmanna þess að auka einkarekstrarvæðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu og byrja til að mynda …
Athugasemdir