Ég stend bara hér og bíð eftir bíl í rólegheitunum og horfi út um gluggann á meðan. Þannig er það nefnilega, þegar svo er komið að maður getur ekki hjálpað sér sjálfur – ég er nefnilega orðin hálfníræð – þá sækja þeir mann og senda, til og frá Kópavogi, þar sem ég bý. Það er gott að búa í Kópavogi. Í mínum augum er þetta hins vegar ekki lengur Reykjavík, sem við sjáum hérna út um gluggann.
Ég er fædd hér í Reykjavík, fór ung frá borginni en sneri aftur 19 ára og bjó þar alveg þangað til fyrir 15 árum, þegar ég flutti í Kópavoginn. Ég kunni vel við Reykjavík einu sinni en ég get ekki líkt henni við það sem var. Ég hef ekki einu sinni ánægju af því lengur að ganga Laugaveginn. Þar heyrist ekki lengur íslenska töluð. Einu sinni hafði ég gaman af því að líta …
Athugasemdir