Meg Matich var lykilstarfsmaður hjá fyrirtækinu Guide to Iceland þar sem hún ritstýrði og sá um þróun netmiðilsins Guide to Iceland Now! sem þýddi íslenskar fréttir yfir á ensku. Hún og margir aðrir fyrrverandi starfsmenn lýstu fyrir Stundina reiðiköstum aðaleiganda fyrirtækisins.
Meg vann fyrir fyrirtækið frá júní til loka september, en hún var rekin stuttu eftir að eigandinn sá að hún hafði ekki nýtt frítíma sinn til að skrifa fréttir fyrir vefmiðilinn. Hún ræddi við Stundina nokkrum dögum eftir uppsögnina þar sem hún lýsti ógnandi hegðun og reiðiköstum eigandans. Aðrir fyrrverandi starfsmenn tóku undir lýsingar á hegðun eigandans, en enginn núverandi starfsmaður þorði að tjá sig af ótta við reiði hans.
Uppsögn jafngilti brottrekstri úr landinu
Í viðtalinu var saga Meg rakin, en hún er bandarísk og er menntuð úr hinum virta Columbia-háskóla. Þar vaknaði áhugi hennar á Íslandi, en …
Athugasemdir