Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja að flugdólgar sleppi við ákærur meðan aðgerðasinnum sé mætt af hörku

Frá­vís­un­ar­kröfu Jór­unn­ar Eddu Helga­dótt­ur og Ragn­heið­ar Freyju Krist­ín­ar­dótt­ur var vís­að frá í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í morg­un. Lög­menn kvenn­anna, sem stóðu upp í flug­vél til að mót­mæla ólög­mætri brott­vís­un vin­ar síns, benda á að flugdólg­ar hafi ekki ver­ið ákærð­ir fyr­ir mun al­var­legri at­vik.

Frávísunarkröfu tveggja kvenna sem stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla ólöglegri brottvikningu hælisleitanda, var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fravísunarkrafan byggði meðal annars á því að verjendum væri ógerlegt að taka til varna fyrir skjólstæðinga sína þar sem verknaðarlýsing í ákæru væri svo óskýr að erfitt væri að ráða hvað hvorum skjólstæðingi þeirra væri gefið að sök. Héraðssaksóknari mótmælti því að ákæran væri óskýr og vísaði til þess að konurnar væru ákærðar fyrir samverknað.

Verjendurnir, þau Páll Bergþórsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, byggðu frávísunarkröfu sína einnig á því að konurnar hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar þar sem hún hefði dregist langt úr hófi fram, en tvö og hálft ár liðu frá því atvikið átti sér stað og héraðssaksóknari lagði fram ákæru í málinu. Lögmennirnir furða sig á því að héraðssaksóknari hafi tekið sér svo langan tíma í að leggja fram ákæru enda byggi mál saksóknara mestmegnis á myndbandsupptöku sem legið hafi fyrir frá upphafi máls. Dómari vísaði til þess að þau álitaefni sem væru uppi í málinu vörðuðu frekar sýknuástæður. 

Harkaleg viðbrögð við pólitískri aðgerð

Stundin ræddi við lögmennina eftir að frávísunarkröfu þeirra hafði veirð hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir furða sig á þeirri hörku sem ákæruvaldið beitir í málinu, en konurnar gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm fyrir athæfið. Þau vekja athygli á að ekki hafi þótt tilefni til ákæru í málum þar sem svokallaðir flugdólgar hafa truflað flug í miðjum háloftum sem hafi haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér en í þessu tilfelli, og velta því upp hvort viðbrögð ákæruvaldsins skýrist mögulega af því að hér hafi verið um pólitíska aðgerð að ræða.

Páll bendir til dæmis á að málum þar sem einhver óhlýðnist fyrirmælum flugverja sé yfirleitt lokið með sektargerð upp á tíu til fimmtán þúsund krónur. „Það er eflaust mikið af málum sem er lokið með þeim hætti en þarna virðast þeir fara svolítið í að líta á þetta sem einhverskonar meiriháttar aðgerðir, þar sem eru mögulega einhverjir svona aðgerðarsinnar, og fara þá kannski í svona gígantíska heimfærslu.“ Auður segir af nógu að taka fyrir aðalmeðferð málsins sem er á dagskrá þann 8. febrúar næstkomandi.

Allt að sex ára fangelsi

Í ákæru héraðssaksóknara er þeim Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur gefið að sök að hafa brotið gegn 106. og 168. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa annars vegar tálmað lögreglumönnum við skyldustörf og hins vegar raskað öryggi flugvélarinnar. Þá eru þær sagðar hafa brotið gegn 141. gr. loftferðalaga með því að óhlýðnast fyrirmælum áhafnar. Hámarksrefsing við broti gegn 106. gr. almennra hegningarlaga er tveggja ára fangelsi en refsing við broti gegn 168. gr. sömu laga getur verið allt að sex ára fangelsi. Þá liggur allt að fimm ára fangelsisdómur við broti gegn 141. gr. loftferðalaga. Þær geta því átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar.

Frávísunarkrafa lögmannanna byggði á því að ákæruskjal héraðssaksóknara fullnægði ekki kröfum 152. gr. laga um meðferð sakamála, sem kveður á um skýrileika í ákæru. „Af verknaðarlýsingu eiga ákærðu að geta ráðið hvaða háttsemi þeim er gefin að sök og hvaða refsilagaákvæði þær eiga að hafa brotið gegn án þess að tvímælis orki í þeim efnum. Í ákæruskjali er engin sundurgreining á háttsemi ákærðu. Ákærðu er því illmögulegt að taka afstöðu til sakargifta og er ógerlegt fyrir verjendur að taka til varna fyrir skjólstæðinga sína.“ Lögmennirnir sögðu ennfremur að verknaðarlýsing í ákæru ætti ekkert skylt við það sem raunverulega gerðist og að hún ætti sér ekki stoð í gögnum málsins. Hefur þar verið vísað til þess að ekki sé samræmi á milli þess sem ákærðu var gefið að sök við lögreglurannsókn og síðar í ákæruskjali.

Vildu vernda vin sinn

Það var að morgni dags þann 26. maí 2016 sem þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla brottvísun hælisleitandans Eze Okafor sem hafði verið handtekinn og færður með lögregluvaldi í flugvélina þar sem vísa átti honum til Svíþjóðar.

Þá þegar lá fyrir að sænsk yfirvöld myndu ekki taka mál hans fyrir heldur senda hann aftur til heimalandsins Nígeríu en Eze hefur greint frá því að hann hafi flúið þaðan í kjölfar árása Boko Haram liða, sem veittu honum stungusár og myrtu bróður hans. Ragnheiður og Jórunn stóðu upp áður en vélin tók á loft og báðu aðra flugfarþega um að sýna hælisleitandanum samstöðu en flugstjóri flugvélarinnar neitaði að taka á loft fyrr en allir farþegar höfðu sest niður.

Stundin ræddi við þær Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju stuttu eftir að ákæran hafði verið lögð fram í síðasta mánuði, en þá sögðust þær hafa gripið til þessa örþrifaráðs til þess að vernda vin sinn sem þær óttuðust mjög um. Þá þegar hefði legið fyrir að verið væri að vísa Eze úr landi á grundvelli dyflinnarreglugerðarinnar þrátt fyrir að kærunefnd útlendingamála hefði verið búin að úrskurða um að að frestur til þess gera slíkt væri útrunninn. Þær hafi því einfaldlega verið að bregðast við þessu lögbroti Útlendingastofnunar: 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár