Skrifstofa Alþingis getur hvorki né myndi afhenda upptökur úr Alþingishúsinu til að staðfesta hvort þingmennirnir í Klaustursmálinu hafi keyrt heim að kvöldinu loknu eða ekki. Þetta kemur fram í svari Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, við fyrirspurn Stundarinnar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, voru á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn og ræddu við Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins, um að ganga í Miðflokkinn. Orðaskiptin voru mjög hávær, áttu sér stað í vitna viðurvist og náðust að hluta á upptöku, sem Stundin hefur undir höndum.
Ljóst er á upptökunni að talsvert magn af áfengi var haft um hönd þessa kvöldstund. Stundin beindi því fyrirspurn til skrifstofu Alþingis um hvort ferðir þingmanna til og frá þinghúsinu og bílakjallara þess væru til á upptöku eða skráðar með einhverjum hætti.
„Það er ekki fylgst með því hvenær og hvernig þingmenn og starfsmenn …
Athugasemdir