Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðherra fagnar því að siðanefnd taki Klaustursmálið fyrir

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fagn­ar því að for­sæt­is­nefnd Al­þing­is skuli fjalla um Klaust­urs­upp­tök­urn­ar sem mögu­legt siða­brota­mál. Leit­að verð­ur ráð­gef­andi álits siðanefnd­ar Al­þing­is.

Forsætisráðherra fagnar því að siðanefnd taki Klaustursmálið fyrir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði því í umræðum á Alþingi rétt í þessu að forsætisnefnd taki á ummælum í Klaustursupptökunum sem mögulegu siðabrotamáli. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti um þetta í upphafi þingfundar. Leitað verður ráðgefandi álits siðanefndar Alþingis.

Katrín sagði að tryggja þyrfti að farið yrði eftir þeim siðareglum sem þingið hefur sett sér. Þungt var yfir umræðunni um Klaustursupptökurnar undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir.

„Sú orðræða sem hefur verið gerð að umtalsefni á undanförnum dögum var dapurleg, einkennist af kvenfyrirlitningu og fordómum gangvart ýmsum hópum,“ sagði Katrín. „Slík orðræða er í senn óviðeigandi og óafsakanleg.“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði Katrínu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi rétt í þessu. „Spurningin er sáraeinföld, hvað gerum við nú?“

„Auðvitað verðum við að geta átt áfram beinskeyttar umræður um það. En í dag tel ég nauðsynlegt að við byggjum brýr á milli þeirra sem raunverulega vilja breyta menningunni.“

Sagði hann að Katrín gæti lagt lóð sín á vogaskálarnar í þessu máli og að hann treysti henni til þess. „Við í Samfylkingunni erum til í að leggja töluvert á okkur til að okkur takist þetta verkefni saman.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu