Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðherra fagnar því að siðanefnd taki Klaustursmálið fyrir

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fagn­ar því að for­sæt­is­nefnd Al­þing­is skuli fjalla um Klaust­urs­upp­tök­urn­ar sem mögu­legt siða­brota­mál. Leit­að verð­ur ráð­gef­andi álits siðanefnd­ar Al­þing­is.

Forsætisráðherra fagnar því að siðanefnd taki Klaustursmálið fyrir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði því í umræðum á Alþingi rétt í þessu að forsætisnefnd taki á ummælum í Klaustursupptökunum sem mögulegu siðabrotamáli. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti um þetta í upphafi þingfundar. Leitað verður ráðgefandi álits siðanefndar Alþingis.

Katrín sagði að tryggja þyrfti að farið yrði eftir þeim siðareglum sem þingið hefur sett sér. Þungt var yfir umræðunni um Klaustursupptökurnar undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir.

„Sú orðræða sem hefur verið gerð að umtalsefni á undanförnum dögum var dapurleg, einkennist af kvenfyrirlitningu og fordómum gangvart ýmsum hópum,“ sagði Katrín. „Slík orðræða er í senn óviðeigandi og óafsakanleg.“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði Katrínu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi rétt í þessu. „Spurningin er sáraeinföld, hvað gerum við nú?“

„Auðvitað verðum við að geta átt áfram beinskeyttar umræður um það. En í dag tel ég nauðsynlegt að við byggjum brýr á milli þeirra sem raunverulega vilja breyta menningunni.“

Sagði hann að Katrín gæti lagt lóð sín á vogaskálarnar í þessu máli og að hann treysti henni til þess. „Við í Samfylkingunni erum til í að leggja töluvert á okkur til að okkur takist þetta verkefni saman.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár