Forsætisráðherra fagnar því að siðanefnd taki Klaustursmálið fyrir

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fagn­ar því að for­sæt­is­nefnd Al­þing­is skuli fjalla um Klaust­urs­upp­tök­urn­ar sem mögu­legt siða­brota­mál. Leit­að verð­ur ráð­gef­andi álits siðanefnd­ar Al­þing­is.

Forsætisráðherra fagnar því að siðanefnd taki Klaustursmálið fyrir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði því í umræðum á Alþingi rétt í þessu að forsætisnefnd taki á ummælum í Klaustursupptökunum sem mögulegu siðabrotamáli. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti um þetta í upphafi þingfundar. Leitað verður ráðgefandi álits siðanefndar Alþingis.

Katrín sagði að tryggja þyrfti að farið yrði eftir þeim siðareglum sem þingið hefur sett sér. Þungt var yfir umræðunni um Klaustursupptökurnar undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir.

„Sú orðræða sem hefur verið gerð að umtalsefni á undanförnum dögum var dapurleg, einkennist af kvenfyrirlitningu og fordómum gangvart ýmsum hópum,“ sagði Katrín. „Slík orðræða er í senn óviðeigandi og óafsakanleg.“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði Katrínu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi rétt í þessu. „Spurningin er sáraeinföld, hvað gerum við nú?“

„Auðvitað verðum við að geta átt áfram beinskeyttar umræður um það. En í dag tel ég nauðsynlegt að við byggjum brýr á milli þeirra sem raunverulega vilja breyta menningunni.“

Sagði hann að Katrín gæti lagt lóð sín á vogaskálarnar í þessu máli og að hann treysti henni til þess. „Við í Samfylkingunni erum til í að leggja töluvert á okkur til að okkur takist þetta verkefni saman.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár