Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gunnar Bragi og Bergþór „komnir í leyfi“ - Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins

Mið­flokks­mönn­um var til­kynnt um það rétt í þessu með tölvu­pósti frá Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni for­manni að Gunn­ar Bragi Sveins­son og Berg­þór Óla­son þing­menn flokks­ins væru komn­ir í leyfi vegna um­mæla sinna á upp­töku. Ólafi Ís­leifs­syni og Karli Gauta Hjalta­syni hef­ur ver­ið vik­ið úr Flokki fólks­ins.

Gunnar Bragi og Bergþór „komnir í leyfi“ - Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tilkynnti Miðflokksmönnum með tölvupósti í dag að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn flokksins, væru „komnir í leyfi“, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Gunnar Bragi og Bergþór fóru báðir hörðum orðum um kvenkyns stjórnmálamenn á upptöku sem Stundin hefur undir höndum. Sjálfur sagði Sigmundur Davíð að stjórnmálakona mundi „hrynja niður“ lista út af útliti sínu. Þá talaði hann af hörku um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann,“ sagði Sigmundur Davíð.

Þá staðfesti Sigmundur Davíð orð Gunnars Braga um von á persónulegu endurgjaldi frá Sjálfstæðisflokknum fyrir að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum.

Sátu þeir, Sigmundur Davíð, og Anna Kolbrún Árnadóttir og ræddu málin á Klaustri Bar þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni, þingmönnum Flokks fólksins. Orðaskiptin voru mjög hávær, áttu sér stað í vitna viðurvist og náðust að hluta á upptöku.

Þá hefur Halldór Gunnarsson, stjórnarmaður í Flokki fólksins staðfest við RÚV að Ólafi og Karli Gauta, þingmönnum flokksins, hafi verið vikið úr flokknum. Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin á stjórnarfundi rétt í þessu. Báðir munu þó áfram sitja á þingi, nema þeir sjálfir ákveði að víkja.

Sigmundur Davíð hefur ótal sinnum setið sambærilegar umræður

Í tölvupósti til flokksmanna sinna segist Sigmundur Davíð alinn upp  við að sýna einstaklingum virðingu og hafa reynt að forðast persónuníð. „Ljóst er að ég hefði átt að stöðva fyrrnefnt samsæti þegar það þróaðist með þeim hætti sem það gerði,“ skrifar hann. „Sem formaður flokksins var það mitt að gera það frekar en annarra. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki gert það en sök mín hvað þetta varðar er því miður miklu meiri en nemur þessum eina fundi.“

Sigmundur Davíð segist oft hafa setið slíkar samræður án þess að stöðva þær og gerir lítið úr því að þær tengist kyni fólksins sem þar á í hlut eða flokksaðild. „Ég hef hlustað á þingmenn flestra flokka úthúða flokksfélögum sínum og nota orðbragð sem í sumum, jafnvel mörgum, tilvikum er enn grófara en það sem birst hefur að undanförnu. Þingmenn af báðum kynjum eiga þar í hlut og fórnarlömbin eru auk þess af báðum kynjum.“

Hann segir það sem sagt sé í einkasamræðum afmarkaðs hóps annars eðlis en það sem sagt er opinberlega. „Mér hefur þótt það til marks um einstaka hræsni þegar fólk sem maður hefur ítrekað heyrt segja hreint út sagt ógeðfellda hluti um félaga sína og grófustu brandara sem ég veit um stígur nú fram uppfullt af vandlætingu. Það að aðrir hagi sér með þessum hætti afsakar að sjálfsögðu ekki einu slíku umræðurnar sem urðu opinberar eða þá þingmenn sem tóku þátt í þeim. Þó er mikilvægt að setja þetta í samhengi ef við ætlum raunverulega að laga þetta ástand.“

Hann segir að ætlunin hafi ekki verið að meiða. „Þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason áforma að taka sér leyfi frá störfum,“ segir í póstinum til Miðflokksmanna. „Iðrun þingmanna er mikil og einlæg og ég vona að þið getið með tímanum séð ykkur fært að veita fyrirgefningu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár