Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kvenréttindafélagið krefst afsagnar þingmannanna

Þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins brutu gegn siða­regl­um Al­þing­is, að mati Kven­rétt­inda­fé­lags Ís­lands.

Kvenréttindafélagið krefst afsagnar þingmannanna
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir

Kvenréttindafélag Íslands krefst tafarlausrar afsagnar þingmannanna sex sem náðust á upptöku á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn.

„Í samtali þingmannanna kom fram djúp kvenfyrirlitning, fatlað og hinsegin fólk var smánað og niðurlægt og kynþáttafordómar afhjúpaðir,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn félagsins. „Þó voru þarna á meðal einstaklingar sem í trúnaðarstörfum sínum hafa staðið í fylkingarbrjósti sem kyndilberar jafnréttis á landsvísu og á heimsvísu.“

Í yfirlýsingunni er bent á að í siðareglum alþingismanna er sagt að þingmenn skuli  „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni“. Auk þess skuli þeir „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu.“

Þá skuli þeir „í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu“ og „ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega eða kynbundna áreitni, leggja þá í einelti eða koma fram við þá á vanvirðandi hátt.“

Kvenréttindafélagið segist ekki líða að fólk sé smánað með þeim hætti sem heyra má á upptökunni. „Ljóst er að þingmennirnir sex hafa brotið gegn öllu þessu og við blasir að málefni þeirra hljóta að fara í þann farveg sem kveðið er á um í siðareglunum. Stjórn Kvenréttindafélagsins krefst þess að þingmennirnir axli ábyrgð, horfist í augu við að þeir eru rúnir trausti og segi tafarlaust af sér þingmennsku.“

Yfirlýsing Stjórnar Kvenréttindafélags Íslands í heild sinni

Á morgun fögnum við 100 ára fullveldi þjóðarinnar. Í vikunni voru birtar glefsur úr upptökum á samtali hóps alþingismanna sem staddir voru á veitingastað. Upptökurnar opinbera fyrirlitningu og fordóma sem fylgt hafa fullveldissögu þjóðarinnar, þrátt fyrir baráttu ótal kvenna og karla fyrir betra samfélagi.

Í samtali þingmannanna kom fram djúp kvenfyrirlitning, fatlað og hinsegin fólk var smánað og niðurlægt og kynþáttafordómar afhjúpaðir. Þó voru þarna á meðal einstaklingar sem í trúnaðarstörfum sínum hafa staðið í fylkingarbrjósti sem kyndilberar jafnréttis á landsvísu og á heimsvísu.

Það er ekki nóg að á Íslandi ríki lagalegt og (næstum því) tölfræðilegt jafnrétti sem mælist efst á alþjóðlegum listum. Jafnrétti felst ekki síst í því að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru, óháð kyni, kynhneigð, fötlun og öðrum þeim breytum sem hafa áhrif á fólk, hvort sem það er í opinberum störfum eða í einkalífinu.

Við búum í samfélagi sem breytist ört í átt til jafnréttis. #MeToo byltingin hefur eflt kraft okkar til að takast á við ójafnrétti á öllum sviðum samfélagsins og í kjölfar hennar hafa öll viðmið um samþykkta hegðun færst til. Við líðum ekki lengur að konur, og raunar allt fólk, sé smánað í skjóli valdamismunar.

Siðareglur alþingismanna kveða skýrt á um að þingmenn skuli „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni“. Auk þess skulu þeir „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu.“ Þá skulu þeir „í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu“ og „ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega eða kynbundna áreitni, leggja þá í einelti eða koma fram við þá á vanvirðandi hátt.“

Ljóst er að þingmennirnir sex hafa brotið gegn öllu þessu og við blasir að málefni þeirra hljóta að fara í þann farveg sem kveðið er á um í siðareglunum. Stjórn Kvenréttindafélagsins krefst þess að þingmennirnir axli ábyrgð, horfist í augu við að þeir eru rúnir trausti og segi tafarlaust af sér þingmennsku.

Í upphafi annarar aldar fullveldisins brýnir Kvenréttindafélag Íslands Alþingi og önnur stjórnvöld, kjósendur og þjóðina alla að kvika ekki frá baráttunni fyrir jafnara og sanngjarnara þjóðfélagi þar sem ekki hallar á neinn. Sköpum saman Ísland þar sem jafnrétti ríkir, fyrir okkur öll.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Brosir gegnum sárin
1
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár