Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bergþór átti að hitta Írisi en lét sig hverfa

„Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyr­ir tveim­ur ár­um síð­an,“ sagði Berg­þór Óla­son um Ír­isi Ró­berts­dótt­ur bæj­ar­stjóra í Eyj­um. Hann er formað­ur þing­nefnd­ar sem fund­ar nú með Ír­isi, en Berg­þór fór af fund­in­um.

Bergþór átti að hitta Írisi en lét sig hverfa

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er gestur á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis sem nú stendur yfir.

Formaður nefndarinnar er Bergþór Ólason sem fór niðrandi orðum um Írisi á Klaustri Bar 20. nóvember síðastliðinn eins og Stundin og DV hafa greint frá.

Bergþór mætti á fund nefndarinnar í morgun en var hins vegar fjarverandi í gær án þess að skýringar væru gefnar. 

Íris er mætt á fund nefndarinnar í krafti embættis síns en fjallað er um samgönguáætlun á fundi nefndarinnar í dag. Heyra má Bergþór fara niðrandi orðum um Írisi á hljóðupptöku af samskiptunum sem fóru fram á Klaustur Bar.

„Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur,“  sagði hann.

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, sem einnig sat að sumbli á Klaustri Bar er einnig nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann er einnig mættur til fundarins. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gengu þeir Bergþór og Karl Gauti báðir úr fundarsal nú fyrir skemmstu, skömmu áður en Íris átti að koma fyrir nefndina.

Gunnar Bragi bað Áslaugu afsökunar til öryggis

Stundin greindi fyrst frá því á miðvikudagskvöld að í hljópupptöku af Klausturssamkundunni heyrðust þingmennirnir ræða um útlit stjórnmálakvenna, gáfnafar og andlega eiginleika. Þar segði Bergþór Ólason að honum þætti ung stjórnmálakona ekki jafn „hot“ og áður.

Vísir.is fullyrti að samkvæmt heimildum fréttavefsins væri þarna verið að tala um Áslaugu Örnu. Það er ekki rétt. Í þeim hljóðupptökum sem Stundin hefur undir höndum er hvergi minnst á Áslaugu. Gunnar Bragi Sveinsson greindi hins vegar frá því í Kastljósi í gær að hann hefði beðið Áslaugu afsökunar ef vera kynni að hann hefði sagt eitthvað ósæmilegt um hana.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár