Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsfólk UN Women harmi slegið vegna Gunnars Braga

Gunn­ar Bragi Sveins­son hef­ur skað­að orð­spor HeForS­he að mati stjórn­ar og starfs­fólks UN Women á Ís­landi. Um­mæl­in sem voru lát­in falla séu óá­sætt­an­leg og stað­festi hve mik­ið verk er enn óunn­ið í bar­átt­unni fyr­ir kynja­jafn­rétti á Ís­landi.

Starfsfólk UN Women harmi slegið vegna Gunnars Braga
Stjórn UN Women á Íslandi Stjórn og starfsfólk UN Women á Íslandi telur Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe-átaksins með hátterni sínu.

Landsnefnd UN Women á Íslandi fordæmir þá kvenfyrirlitningu og hatursorðræðu sem Gunnar Bragi Sveinsson og fimm aðrir alþingismenn viðhöfðu á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem landsnefndin sendi fjölmiðlum.

Í tilkynningunni segir að þau ummæli sem vitnað hefur verið til séu algjörlega óásættanleg og staðfesti hve mikið verk er enn óunnið í baráttunni fyrir kynjajafnrétti á Íslandi. Þar er haft eftir Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi, að stjórn og starfsfólk UN Women á Íslandi sé harmi slegið og sérstaklega vonsvikið yfir því að fyrrverandi utanríkisráðherra hafi með þessum hætti skaðað orðspor Barbershop-verkfærakistunnar og HeForShe hreyfingu UN Women sem gangi ekki síst út á að uppræta niðrandi tal um konur. Sjálf sé hún nú við störf í Malaví við innleiðingu Barbershop-verkfærakistunnar í fyrsta sinn í Afríku, við frábærar undirtektir í helsta samstarfslandi íslenskra stjórnvalda í þróunarsamvinnu. 

Í gegnum tíðina hefur Gunnari Braga talsvert verið hampað fyrir stuðning við jafnréttismál.  Hann gegndi stöðu utanríkisráðherra á árunum 2013-2016 og var í því nafni í forsvari fyrir HeForShe-herferð UN Women, sem ætlað er að hvetja karlmenn til þátttöku í jafnréttisbaráttunni. Hann skrifaði meðal annars grein sem birtist í Guardian sem vakti talsverða athygli, ekki síst í ljósi þess að leikkonan Emma Watson vitnaði í greinina á Twitter-síðu sinni. Gunnar Bragi talaði fyrir jafnrétti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og á ýmsum alþjóðlegum ráðstefnum.

„Við viljum brýna karla til að stefna að raunverulegu jafnrétti, að breyta staðalímyndum og gera sér grein fyrir því að jafnréttismál eru fyrst og fremst mikilvægt mannréttindamál,“ var meðal annars haft eftir Gunnari Braga í grein sem birt var á heimasíðu Framsóknarflokksins í tilefni af svokallaðri Rakararáðstefnu sem Ísland og Súrínam stóðu sameiginlega fyrir í New York í janúar 2015. Sama ár hlaut hann jafnréttisviðurkenningu Framsóknar, sem veitt var á flokksþingi í apríl. Við það tilefni var honum gefinn verðlauna­grip­ur­inn „Hnar­reist stönd­um við sam­an“, skúlptúr sem átti að tákna að „við stönd­um öll á sama grund­velli og horf­umst í augu, burt séð frá til dæmis kyni, kynþætti, aldri eða sam­fé­lags­stöðu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu