Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsfólk UN Women harmi slegið vegna Gunnars Braga

Gunn­ar Bragi Sveins­son hef­ur skað­að orð­spor HeForS­he að mati stjórn­ar og starfs­fólks UN Women á Ís­landi. Um­mæl­in sem voru lát­in falla séu óá­sætt­an­leg og stað­festi hve mik­ið verk er enn óunn­ið í bar­átt­unni fyr­ir kynja­jafn­rétti á Ís­landi.

Starfsfólk UN Women harmi slegið vegna Gunnars Braga
Stjórn UN Women á Íslandi Stjórn og starfsfólk UN Women á Íslandi telur Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe-átaksins með hátterni sínu.

Landsnefnd UN Women á Íslandi fordæmir þá kvenfyrirlitningu og hatursorðræðu sem Gunnar Bragi Sveinsson og fimm aðrir alþingismenn viðhöfðu á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem landsnefndin sendi fjölmiðlum.

Í tilkynningunni segir að þau ummæli sem vitnað hefur verið til séu algjörlega óásættanleg og staðfesti hve mikið verk er enn óunnið í baráttunni fyrir kynjajafnrétti á Íslandi. Þar er haft eftir Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi, að stjórn og starfsfólk UN Women á Íslandi sé harmi slegið og sérstaklega vonsvikið yfir því að fyrrverandi utanríkisráðherra hafi með þessum hætti skaðað orðspor Barbershop-verkfærakistunnar og HeForShe hreyfingu UN Women sem gangi ekki síst út á að uppræta niðrandi tal um konur. Sjálf sé hún nú við störf í Malaví við innleiðingu Barbershop-verkfærakistunnar í fyrsta sinn í Afríku, við frábærar undirtektir í helsta samstarfslandi íslenskra stjórnvalda í þróunarsamvinnu. 

Í gegnum tíðina hefur Gunnari Braga talsvert verið hampað fyrir stuðning við jafnréttismál.  Hann gegndi stöðu utanríkisráðherra á árunum 2013-2016 og var í því nafni í forsvari fyrir HeForShe-herferð UN Women, sem ætlað er að hvetja karlmenn til þátttöku í jafnréttisbaráttunni. Hann skrifaði meðal annars grein sem birtist í Guardian sem vakti talsverða athygli, ekki síst í ljósi þess að leikkonan Emma Watson vitnaði í greinina á Twitter-síðu sinni. Gunnar Bragi talaði fyrir jafnrétti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og á ýmsum alþjóðlegum ráðstefnum.

„Við viljum brýna karla til að stefna að raunverulegu jafnrétti, að breyta staðalímyndum og gera sér grein fyrir því að jafnréttismál eru fyrst og fremst mikilvægt mannréttindamál,“ var meðal annars haft eftir Gunnari Braga í grein sem birt var á heimasíðu Framsóknarflokksins í tilefni af svokallaðri Rakararáðstefnu sem Ísland og Súrínam stóðu sameiginlega fyrir í New York í janúar 2015. Sama ár hlaut hann jafnréttisviðurkenningu Framsóknar, sem veitt var á flokksþingi í apríl. Við það tilefni var honum gefinn verðlauna­grip­ur­inn „Hnar­reist stönd­um við sam­an“, skúlptúr sem átti að tákna að „við stönd­um öll á sama grund­velli og horf­umst í augu, burt séð frá til dæmis kyni, kynþætti, aldri eða sam­fé­lags­stöðu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár