Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vildu hefna sín á Lilju Alfreðsdóttur: „Hjólum í helvítis tíkina!“

Þing­menn Mið­flokks­ins gerðu lít­ið úr Lilju Al­freðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, á upp­töku. „Henni er ekki treyst­andi og hún spil­ar á karl­menn eins og kven­fólk kann,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son.

Vildu hefna sín á Lilju Alfreðsdóttur: „Hjólum í helvítis tíkina!“

Þingmenn Miðflokksins fóru hörðum orðum um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á Klaustri Bar þann 20. nóvember síðastliðinn. 

Hvatti Gunnar Bragi Sveinsson til þess að þeir myndu „hjóla í helvítis tíkina“. Þá virðast ummæli þar sem kona er sögð hafa „engan kynþokka“, og kynþokka sem sé „einn og þrettán“ vísa til Lilju Alfreðsdóttur.

Stundin hefur undir höndum upptöku af samskiptunum, en þingmennirnir voru háværir og vakti hegðun þeirra athygli.

Í upptökunni hneykslast Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi á vali Lilju Alfreðsdóttur á aðstoðarmanni í menntamálaráðuneytinu. Lilja valdi nýlega Jón Pétur Zimsen, skólastjóra Réttarholtsskóla, í stöðuna. Gera þeir lítið úr  því að Lilja hafi skipað „sérfræðing“ og segjast hafa fengið skilaboð frá henni áður en tilkynnt var um skipunina.

Þingmenn Miðflokksins telja sig eiga harma að hefna gagnvart Lilju Alfreðsdóttur. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór.

Gunnar Bragi hrópar þá: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“

Sigmundur svarar á þá leið að hann skilji sjónarmiðin mjög vel. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir hann og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra.

„Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð.

„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ bætir Bergþór við og vísar þar líklega til Lilju. „Og hún hefur teygt ykkur miklu lengur. Ég er bara nýbúinn að kynnast henni. Þegar við hittumst í skötuveislunni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“

„Það er alveg rétt hjá þér,“ segir Sigmundur Davíð. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“

„Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“.

„Þú getur riðið henni, skilurðu,“ segir Bergþór og virðist einnig vísa til Lilju.

Stundin fjallaði með ítarlegum hætti um þá kvenfyrirlitningu sem birtist í samskiptum þingmannanna í gærkvöldi. Athygli vakti að Bergþór Ólason mætti ekki til vinnu í morgun og var fjarverandi á fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Í fréttum Stundarinnar í gær kom meðal annars fram að Bergþór hefði kallað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“ auk þess sem þingmennirnir hefðu gantast með að það væri eðlilegt að kona sem væri ekki jafn „hot“ og áður yrði látin gjalda fyrir það í prófkjörum. „Það fellur hratt á hana,“ sagði Bergþór um stjórnmálakonu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár