Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Algjörlega út úr kortinu að háskólinn komi fram með þessum hætti gagnvart undirokuðum og jaðarsettum hópi“

Auð­ur Magn­dís Auð­ar­dótt­ir, stunda­kenn­ari og doktorsnemi við Há­skóla Ís­lands, seg­ir skól­ann gera lít­ið úr eig­in þekk­ing­ar­fram­leiðslu með því að stunda tann­grein­ing­ar á fylgd­ar­laus­um börn­um. Doktorsnem­ar og starfs­menn við menntavís­inda­svið hafa bæst í hóp þeirra sem gagn­rýna sam­starf skól­ans við Út­lend­inga­stofn­un harð­lega.

„Algjörlega út úr kortinu að háskólinn komi fram með þessum hætti gagnvart undirokuðum og jaðarsettum hópi“

Háskóli Íslands tekur afstöðu gegn mannréttindum undirokaðs hóps og fer gegn þeirri þekkingu sem skapast hefur innan veggja skólans með því að annast tanngreiningar á fylgdarlausum börnum fyrir Útlendingastofnun. Á meðan fræðimenn við skólann vita fullvel hversu vafasöm vísindi það séu að úrskurða um aldur viðkomandi einstaklinga með því að rannsaka endajaxlana á þeim, gerir skólinn Útlendingastofnun kleift að byggja ákvarðanir sínar áfram á þessum vísindum. Háskóli Íslands gefur þannig slæmt fordæmi og gerir lítið úr eigin þekkingarframleiðslu auk þess sem hann leggur blessun sína yfir aðferð sem hefur verið gagnrýnd harðlega af helstu mannréttindasamtökum heims.

Þetta segir Auður Magndís Auðardóttir, doktorsnemi í félagsfræði menntunar og stundakennari við Háskóla Íslands, en hún er ein þeirra 49 starfsmanna og doktorsnema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands sem skrifuðu í gær, þriðjudag, undir yfirlýsingu þar sem tanngreiningum á hælisleitendum er harðlega mótmælt og stjórnendur skólans hvattir til að láta af samningsgerð við Útlendingastofnun um slíka starfsemi innan veggja skólans.

Auður, sem tekur fram að hún tjái sig ekki fyrir hönd hópsins í heild sinni, segir það skjóta skökku við að háskólinn annist röntgenrannsóknir á tönnum fylgdarlausra barna á sama tíma og rannsóknir fræðimanna innan skólans sýni fram á mikilvægi þess að börn og ungt fólk almennt fái sérstakt aðhald, stuðning og tækifæri til að þroskast. Auður Magndís bendir á að það sé viðurkennt innan mennta- og uppeldisfræðinnar að barn verði ekki fullorðið á einum degi. „Við vitum það alveg, og það vita það allir sem eru yfir höfuð manneskjur og hafa lifað, að þú ert ekki barn einn daginn og fullorðinn þann næsta.“

Háskólinn verði að taka afstöðu

Fagfólk í menntavísindum benti á samfélagslegt hlutverk menntastofnana í yfirlýsingu sinni. Sem slíkri stofnun beri Háskóla Íslands að vernda og styðja ungmenni sem hingað koma í leit að öruggara lífi. „Háskólar hafa sem menntastofnanir sérstakt hlutverk og tækifæri til að uppfóstra og búa til gott samfélag. Þess vegna finnst mér algjörlega út úr kortinu að háskólinn komi fram með þessum hætti gagnvart svo undirokuðum og jaðarsettum þjóðfélagshópi,“ segir Auður Magndís í samtali við Stundina.

Háskólar séu ekki hlutlausar stofnanir í einhverju tómarúmi algjörlega ótengdar öðrum valdastrúktúrum samfélagsins. Því þurfi háskólinn að skilgreina og rækta sitt samfélagslega hlutverk með meðvitund um hin ólíku valdakerfi samfélagsins. „Þess vegna finnst mér að háskólinn verði absalút að taka virka afstöðu með mannréttindum, í tilfelli þessa hóps, sem er ungur, mjög jaðarsettur og á flótta,“ segir Auður Magndís.

„Þess vegna finnst mér algjörlega út úr kortinu að háskólinn sé að koma fram með þessum hætti gagnvart svo undirokuðum og jaðarsettum þjóðfélagshópi“ 

Sé valkvættJón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, hefur sagt að tanngreiningar séu valkvæðar en það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir hælisumsókn umsækjanda neiti hann að fara í slíka greiningu.

Stundin greindi frá því þann 26. september síðastliðinn að Útlendingastofnun og háskólinn ynnu að gerð þjónustusamnings um aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda. Stúdentaráð Háskóla Íslands ályktaði gegn samningsgerðinni og taldi hana siðferðilega óverjandi. Þann 7. nóvember lýstu svo Landssamtök íslenskra stúdenta yfir stuðningi allra stúdenta á Íslandi og íslenskra stúdenta erlendis við afstöðu Stúdentaráðs. 

Mikilvægt að verja mannhelgi ungmenna

Gagnrýnin frá starfsmönnum og doktorsnemum af Menntavísindasviði bætist þannig við þá gagnrýni sem þegar er komin fram frá nemendum við skólann, og er samhljóða henni í meginatriðum. Benda þeir meðal annars á að fræðimenn innan Háskóla Íslands hafi hluta lífsviðurværis síns af rannsóknum sem snúa að aðstæðum þessa viðkvæma hóps „og því er enn mikilvægara en ella að stofnunin sem slík taki skýra afstöðu með réttindum og mannhelgi ungmennanna. Annað er siðferðislega óverjandi.“

Í þessu samhengi segir Auður að Háskóla Íslands skuldi þessum viðkvæma hópi fólks stuðning og samstöðu með mannréttindum þeirra. Hælisleitendur og fólk á flótta veiti rannsakendum við háskólann aðgengi að lífi sínu með margvíslegum hætti þegar kemur að hvers kyns rannsóknum og þess vegna sé ákveðinn tvískinnungur fólginn í því að snúa baki við mannréttindum þeirra með þessum hætti.

„Þú getur ekki beðið um það með hægri hendinni að fólk veiti þér þekkingu og tækifæri til að stunda rannsóknir sem skapa þér tekjur, en snúið þér svo við og beitt vinstri hendinni til þess að láta skoða endajaxlana á þessu sama fólki svo hægt sé að senda það úr landi. Þetta er bara ekki bjóðandi.“

„Óviðeigandi og ósiðlegar“ 

Aldursgreiningar sem byggja á líkamsrannsóknum á borð við röntgenmyndatökur af tönnum eru afar umdeildar enda eru tannlæknar ósammála um áreiðanleika og vísindalegt gildi slíkra rannsókna. Tannlæknasamtök Bretlands hafa sagt þær „óviðeigandi og ósiðlegar“ þar sem þær geti aldrei gefið nákvæmar upplýsingar um aldur, auk þess sem alþjóðlegar stofnanir og mannréttindasamtök á borð við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðið, ECRE (e. European Council of Refugees and Exiles) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), hafa gagnrýnt þær harðlega. Þá hefur Rauði krossinn á Íslandi ítrekað lagst gegn þeim vegna ónákvæmni og siðferðislegra álitamála.

Auður segist hafa orðið vör við það að undanförnu að andstaða við tanngreiningar fari vaxandi innan veggja skólans, hvort sem er á meðal nemenda eða starfsmanna, eins og birst hefur í fyrrnefndum yfirlýsingum. Hún telur sig hafa skynjað ákveðna þögn vegna málsins sem sé mögulega að bresta nú þegar bæði nemendur og starfsmenn skólans eru farnir að tjá sig með svo gagnrýnum hætti.

„Okkur fannst, sem fagfólki í menntavísindum að það væri einhvernveginn ótrúlega mikilvægt að benda á þetta samfélagslega hlutverk háskólans, sem stúdentarnir gerðu líka í sinni yfirlýsingu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár