Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stundin fær hatursfull skilaboð vegna frétta um nýfasíska hópa: „Ég hræki í andlitið á þér“

Rit­stjórn Stund­ar­inn­ar hef­ur borist á fjórða tug skila­boða og sím­tala þar sem fjöl­mið­ill­inn er sagð­ur vega að pólsku þjóð­inni með um­fjöll­un sinni um fasíska hópa sem tóku þátt í sjálf­stæð­is­göngu ásamt ráða­mönn­um lands­ins. Sýn sendi­herra Pól­lands á Ís­landi enduróm­ar í þess­um skila­boð­um sem eru mörg hver ansi hat­urs­full.

Stundin fær hatursfull skilaboð vegna frétta um nýfasíska hópa: „Ég hræki í andlitið á þér“

Ritstjórn Stundarinnar hefur síðasta hálfan mánuðinn borist á fjórða tug skilaboða og símtala þar sem fjölmiðillinn er meðal annars sakaður um að vega að pólsku þjóðinni með umfjöllun um þátttöku nýfasískra hópa í sjálfstæðisgöngunni sem leiðtogar landsins leiddu um höfuðborgina Varsjá þann 11. nóvember síðastliðinn. Þá eru ótaldar athugasemdir sem skrifaðar hafa verið við viðkomandi frétt, sem og við tengdar fréttir, þar sem svipuðum viðhorfum er haldið á lofti. 

Skilaboðin, sem koma frá Pólverjum búsettum hér á landi, sem og í Póllandi, hafa verið send á netföng starfsmanna Stundarinnar, í skilaboðum á Facebook síðu fjölmiðilsins sem og á persónulegar Facebook síður blaðamanna. Þeim má mörgum hverjum lýsa sem hatursfullum en þar er meðal annars talað um blaðamenn sem „asna“, „fífl“, „helvítis bastarði“, „helvítis vinstri-kuntur“ og svikara við pólsku þjóðina, auk þess sem þess er krafist að umræddri frétt sé eytt hið snarasta …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Popúlismi

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár