Ritstjórn Stundarinnar hefur síðasta hálfan mánuðinn borist á fjórða tug skilaboða og símtala þar sem fjölmiðillinn er meðal annars sakaður um að vega að pólsku þjóðinni með umfjöllun um þátttöku nýfasískra hópa í sjálfstæðisgöngunni sem leiðtogar landsins leiddu um höfuðborgina Varsjá þann 11. nóvember síðastliðinn. Þá eru ótaldar athugasemdir sem skrifaðar hafa verið við viðkomandi frétt, sem og við tengdar fréttir, þar sem svipuðum viðhorfum er haldið á lofti.
Skilaboðin, sem koma frá Pólverjum búsettum hér á landi, sem og í Póllandi, hafa verið send á netföng starfsmanna Stundarinnar, í skilaboðum á Facebook síðu fjölmiðilsins sem og á persónulegar Facebook síður blaðamanna. Þeim má mörgum hverjum lýsa sem hatursfullum en þar er meðal annars talað um blaðamenn sem „asna“, „fífl“, „helvítis bastarði“, „helvítis vinstri-kuntur“ og svikara við pólsku þjóðina, auk þess sem þess er krafist að umræddri frétt sé eytt hið snarasta …
Athugasemdir