Sjómannafélag Íslands greiddi tæpar 35 milljónir króna í laun og launatengd gjöld árið 2015, ef marka má óundirritaðan ársreikning félagsins fyrir 2015. Þrír starfsmenn félagsins fengu því samanlagt um þrjátíu milljónir króna í laun frá félaginu þetta sama ár, ef frá eru talin launatengd gjöld. Þetta þýðir að meðaltekjur hvers starfsmanns eru um ein milljón króna á mánuði. Tala félagsmanna er á reiki þar sem stjórnin hefur ekki viljað gefa út nákvæmt félagatal, en gera má ráð fyrir að þeir séu í kringum 500 talsins.
Félagið fékk rúmar 57 milljónir króna í iðgjöld frá félagsmönnum sínum árið 2015 sem þýðir að 61 prósent iðgjalda runnu í launakostnað. Þá voru um 14 milljónir króna úr styrktar- og sjúkrasjóði nýttar í rekstur félagsins. Eftir því sem Stundin kemst næst er ekki óvanalegt að sjúkrasjóðir stéttarfélaga standi undir um 20 prósent …
Athugasemdir