Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína

„Það er í hönd­um þeirra sem þar er fjall­að um hvort við­kom­andi kafl­ar koma fyr­ir al­menn­ings­sjón­ir,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Áslaug gerir ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína

Uppsagnir þeirra Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Más Júlíussonar hjá Orku náttúrunnar (ON) voru réttmætar samkvæmt niðurstöðu óháðrar úttektar  á starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 

Í úttektinni kemur fram að Áslaug Thelma hafi fengið skýringar á uppsögn sinni en hafnað boði um að fá frekari skýringar á fundi. Þá er birtur tölvupóstur frá Einari Bárðarsyni, eiginmanni Áslaugar, þar sem hann gagnrýnir uppsögnina og krefst þess að konan sín fái greidd tveggja ára laun í miska- og réttlætisbætur. „Ég mun ekki linna látum fyrr en Áslaug hefur fengið réttlát málalok. Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ skrifaði hann.

Niðurstöður úttektarinnar hafa verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur að undanskildum þeim hluta sem fyrirtækinu er óheimilt að birta vegna persónuverndarlaga. „Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Stundin hafði samband við Bjarna Má Júlíusson og Áslaugu Thelmu og óskaði eftir því að fá hjá þeim afrit af þeim hlutum skýrslunnar sem hafa að geyma upplýsingar um uppsagnir þeirra. Er óskað eftir þessum upplýsingum í ljósi þess að hávær umræða hefur farið fram um málin í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, meðal annars á samstöðufundi kvenna á Austurvelli vegna kvennafrídagsins, og þungar ásakanir verið settar fram, bæði gegn Bjarna Má og yfirmönnum Orkuveitu Reykjavíkur.  

„Ég er ekki búin að sjá kaflann sjálf en mun ekki gera ráð fyrir því að setja hann í opinbera birtingu,“ segir Áslaug í svari sínu við beiðni Stundarinnar. Ekki hefur borist svar frá Bjarna Má þegar þetta er ritað. 

Uppfært 21. nóvember: Bjarni hefur nú svarað beiðni Stundarinnar á þessa leið: „Undanfarna daga hef ég tjáð mig um þau mál sem að mér snúa með yfirlýsingu og grein í Fréttablaðinu ásamt Rúv viðtali og hef ekkert frekar við það að bæta. Hef ákveðið að halda mig til hlés í þeirri umræðu sem nú er í gangi, enda fengið minn skammt undanfarna tvo mánuði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár