Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, seg­ir bréf pólska sendi­herr­ans til for­seta og for­sæt­is­ráð­herra að­för sendi­herra er­lends rík­is að frjáls­um fjöl­miðli á Ís­landi. For­dæma­laust til­tæki ræð­is­manns á okk­ar tím­um.

Utanríkisráðherra kalli pólska sendiherrann á teppið

Viðbrögð Gerard Pokruszyński, sendiherra Íslands á Póllandi, við fréttaflutningi Stundarinnar af aðkomu nýfasískra hópa að göngu sem pólskir ráðamenn leiddu um götur Varsjár síðastliðinn sunnudag, eru aðför sendiherra erlends ríkis að frjálsum fjölmiðli á Íslandi. Athæfið er fordæmalaust sé litið til samtímasögu landsins og leita verður aftur til fjórða áratugarins til þess að finna dæmi um sambærilegar aðferðir ræðismanns erlends ríkis á íslenskri grundu. Þetta ritar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, í færslu á Facebook. Þá segir hann eðlilegast að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kalli sendiherrann á teppið og skammi hann fyrir uppátækið.

Ráðherra bregðist viðStundin veit ekki til þess að sendiherra Póllands hafi sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra umrætt bréf, en Kristinn vill að ráðherrann kalli sendiherrann á teppið.

Pólski sendiherrann sendi á miðvikudagskvöld bréf á skrifstofur æðstu ráðamanna Íslands, Guðna Th. Jóhannesson forseta og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem hann fór fram á að Stundin bæði pólsku þjóðina afsökunar á því að hafa sagt að allir Pólverjar sem „elska föðurlandið“ væru „nýnasistar“ eða „fasistar.“ Þá sagðist hann vonast til þess að umfjöllun blaðsins, sem hann kallar „falsfrétt“, myndi ekki valda „alvarlegum afleiðingum“ í samskiptum Íslendinga og Pólverja. „Ég vona að þetta mun ekki valda alvarlegum afleiðingum og muni ekki byggja upp tregðu á milli samlanda okkar,“ sagði sendiherrann sem  sendi bréfið jafnframt á flesta starfsmenn Stundarinnar. Ritstjórar Stundarinnar hafa hafnað ásökunum sendiherrans.

Viðbrögðin staðfesti ástandið

Hið hræðilega er að þetta viðbragð sendiherrans er staðfesting á þeim undirliggjandi ugg sem leiddi til skrifa Stundarinnar,“ skrifar Kristinn sem bætir við að íslenskum stjórnvöldum beri að mótmæla hinu lúalega og freklega athæfi sendiherrans.

Hann bendir á að það sé ekkert athugavert við það að sendiherra erlends ríkis geri yfirvegaðar athugasemdir við efnistök fjölmiðla sem varða land hans, telji hann einhverjar rangfærslur á ferðinni. Það hefði sendiherrann getað gert með rökstuddum skrifum en slíku hafi ekki verið að skipta. „Þetta er ekkert slíkt heldur aðför að frjálsum fjölmiðli og nafngreindum blaðamanni, í því ríki þar sem hann hefur stöðu,“ skrifar Kristinn sem telur „offors pólska sendiherrans“ vart eiga sér fordæmi á Íslandi sé litið til síðustu áratuga.

Sendi bréf á ráðamenn Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, sendi bréf á æðstu ráðamenn á Íslandi, og kvartaði undan umfjöllun Stundarinnar um fasíska hópa.

Kristinn bendir á að líklegast þurfi að fara alla leið aftur til fjórða áratugar 20. aldarinnar til þess að finna sambærileg dæmi, sem birtust í aðferðum þýska ræðismannsins Werners Gerlack þegar hann krafðist þess ítrekað að íslensk stjórnvöld hefðu hemil á gagnrýnni umfjöllun fjölmiðla um þriðja ríki Hitlers, og varð töluvert ágengt.

Alþjóðlegir fjölmiðlar sakaðir um falsfréttir

Í umfjöllun Stundarinnar um sjálfstæðisgönguna, sem fram fór í Varsjá síðastliðin sunnudag í tilefni af hundrað ára afmæli sjálfstæðis Póllands, Í umfjölluninni, sem byggði meðal annars á fréttaflutningi alþjóðlegra fjölmiðla á borð við New York Times, Guardian og Al Jazeera, kom fram að forseti Póllands, forsætisráðherra og aðrir helstu leiðtogar landsins, hefðu marsérað um götur Varsjár í fylgd þjóðernissinnaðra hópa sem hafa verið skilgreindir sem fasískir og/eða nýnasískir. Þessi hópar hafa skipulagt og sameinast í sjálfstæðisgöngunni þann 11. nóvember ár hvert allt frá árinu 2010. Gagnrýnendur hafa bent á að með því að taka þátt í sameiginlegri göngu með öfgahægrimönnum, hafi pólsk stjórnvöld í raun veitt þessum hópum ákveðið lögmæti.

Gangan hefur vakið athygli alþjóðlegra fjölmiðla á borð við Al Jazeera, BBC og Euronews. „Pólskir ráðamenn marséra með þjóðernissinnum á fullveldisdaginn, sagði í fyrirsögnum Al jazeeraU.S. News og Fox News á meðan The Times of Israel og New York Times lögðu áherslu á að pólskir ráðamenn hefðu tekið þátt í göngunni með öfgahægrimönnum. „Þjóðernissinnar sem kveiktu í blysum og héldu uppi merkjum fasista marséruðu á sama tíma og pólskir stjórnmálamenn,“ sagði í frétt Guardian. 

Blaðamenn án landamæra, Amnesty International og Freedom House eru á meðal þeirra sem hafa bent á það hvernig pólsk stjórnvöld hafa þrengt að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu eftir að þjóðernissinnaði Laga og Réttlætisflokkurinn komst þar til valda árið 2015. Þannig sé ríkissjónvarp landsins til að mynda komið algjörlega undir hæl flokksins. Fréttir virtra alþjóðlegra miðla, þar sem fjallað er með krítískum hætti um ástandið í Póllandi, eru jafnan teknar fyrir í pólska ríkissjónvarpinu og þær afskrifaðar sem „falsfréttir“. Pólland féll um 29 sæti á lista Blaðamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi á milli áranna 2015 og 2016 eða eftir að flokkurinn tók við stjórnartaumunum. Landið var í 18 sæti á listanum árið 2015 en var komið niður í 47 sæti árið 2016 og er nú í 58 sæti á listanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Utanríkismál

Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“
FréttirUtanríkismál

Sig­mund­ur Dav­íð skoð­aði lagn­ingu sæ­strengs með Ca­meron „til að sýna fram á að það hent­aði ekki“

Þing­heim­ur hló þeg­ar Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, sagð­ist ein­göngu hafa sam­þykkt stofn­un vinnu­hóps með Bret­um um lagn­ingu sæ­strengs ár­ið 2015 til þess að ekk­ert yrði af verk­efn­inu. Hann mæl­ir með að Bret­land gangi í EES, þrátt fyr­ir að ut­an þess yrði sæ­streng­ur ill­mögu­leg­ur eft­ir Brex­it.
Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð
Fréttir

Fyrr­ver­andi hér­aðs­dóm­ari seg­ir Guð­laug Þór hafa mis­beitt valdi og jafn­vel bak­að sér refsi­á­byrgð

Pét­ur Guð­geirs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, tel­ur ut­an­rík­is­ráð­herra hafa gerst sek­an um ólög­mæta íhlut­un í stjórn­skip­un­ar­mál full­valda rík­is með stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­unni við Ju­an Guaidó í Venesúela. Rétt­ast sé að Guð­laug­ur biðj­ist af­sök­un­ar og segi af sér.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár