Utanríkisráðuneytið hefur hætt eftirgrennslan sinni um hver hafi orðið afdrif Hauks Hilmarssonar, sem hvarf í Sýrlandi í febrúar á þessu ári í bardögum Kúrda gegn Tyrklandsher. Evu Hauksdóttur, móður Hauks, var ekki tilkynnt um þá ákvörðun áður en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra upplýsti um hana á Alþingi í gær, þvert á yfirlýsingar ráðherrans.
Guðlaugur Þór upplýsti þetta í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þar sagði hann að allra leiða hefði verið leitað til að komast að því hver hafi orðið afdrif Hauks. Erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga en íslensk stjórnvöld hafi fengið staðfest eftir mörgum leiðum að þarlend stjórnvöld teldu Hauk af. Íslensk lögregluyfirvöld rannsaki þó málið sem mannshvarf.
„Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur“
„Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. [...] Það er mér til efs að stjórnvöld hafi gengið jafn langt í sambærilegu máli og við Íslendingar höfum gert,“ sagði Guðlaugur Þór í þinginu.
Athugasemdir