Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnvöld hættu að leita Hauks án þess að segja aðstandendum frá því

Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hafa gert allt sem í hans valdi stæði til að hjálpa til við leit­ina að Hauki Hilm­ars­syni. Seg­ir stað­fest að tyrk­nesk stjórn­völd telji Hauk af.

Stjórnvöld hættu að leita Hauks án þess að segja aðstandendum frá því
Leitinni hætt Eftirgrennslan eftir því hver hafi orðið afdrif Hauks Hilmarssonar hefur verið hætt af hálfu utanríkisþjónustunnar.

Utanríkisráðuneytið hefur hætt eftirgrennslan sinni um hver hafi orðið afdrif Hauks Hilmarssonar, sem hvarf í Sýrlandi í febrúar á þessu ári í bardögum Kúrda gegn Tyrklandsher. Evu Hauksdóttur, móður Hauks, var ekki tilkynnt um þá ákvörðun áður en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra upplýsti um hana á Alþingi í gær, þvert á yfirlýsingar ráðherrans.

Guðlaugur Þór upplýsti þetta í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þar sagði hann að allra leiða hefði verið leitað til að komast að því hver hafi orðið afdrif Hauks. Erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga en íslensk stjórnvöld hafi fengið staðfest eftir mörgum leiðum að þarlend stjórnvöld teldu Hauk af. Íslensk lögregluyfirvöld rannsaki þó málið sem mannshvarf.

„Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur“

„Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. [...] Það er mér til efs að stjórnvöld hafi gengið jafn langt í sambærilegu máli og við Íslendingar höfum gert,“ sagði Guðlaugur Þór í þinginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár