Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja stjórn Sjómannafélags Íslands einráða í félaginu

Átta fé­lags­menn saka stjórn Sjó­manna­fé­lags Ís­lands um að hunsa vilja al­mennra fé­lags­manna og fara fram með ein­ræð­istil­burð­um. Þá spyrja þeir hvort þeim verði einnig vís­að úr fé­lag­inu fyr­ir gagn­rýni sína.

Segja stjórn Sjómannafélags Íslands einráða í félaginu
Formaður stjórnar Jónas Garðarsson er sitjandi formaður stórnar Sjómannafélags Íslands.

Átta félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands lýsa yfir vantrausti á stjórn félagsins sem þeir segja að fari nú með einræði í félaginu. Jónas Garðarsson, sitjandi formaður félagsins, hafnaði í gær kröfu áttmenninganna um félagsfund vegna þeirrar alvarlega stöðu sem komin væri upp í félaginu. Fullyrti Jónas að einungis 52 af þeim 163 sem skrifað hefðu undir áskorun til stjórnarinnar um að boða til slíks fundar væru í raun og sanni félagar í Sjómannafélagi Íslands. Áttmenningarnir óska nú eftir því að fá að sjá lista yfir það hverjir séu félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands í ljósi þess að óháður aðili var ekki fenginn til þess að bera félagalistann saman við undirskriftarlistann.

„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikil ólga er innan félagsins svo líkja mætti því við skip sem hefur fengið á sig brotsjó,“ segir í tilkynningu áttmenninganna en þeir líkja félagi sínu við „sökkvandi skip eftir að rangar ákvarðanir hafa verið teknar við björgun, af þeim sem stjórna.“ Þá gagnrýna þeir að krafa fjögurra félaga um að vísa Heiðveigu Maríu Einarsdóttur úr félaginu hafi fengið áheyrn og hljómgrunn á meðan krafa þeirra átta og fleiri félaga hafi verið algjörlega hunsuð. „Að 4 félagsmenn geti farið fram á að einum félaga sé vikið úr félaginu en 8 félagsmenn, sem eru hér undirritaðir, geti ekki óskað eftir almennum félagsfundi lætur okkur líða eins og við séum ekki með rödd í okkar eigin félagi.“

„Verður okkur sem nú höfum gagnrýnt forystuna, þó ekki með þessum orðum, vikið úr félaginu?“

Félagsmennirnir vísa í tilkynningu formanns Sjómannafélags Íslands frá því í gær þar sem fram kom að Heiðveig María hefði gagnrýnt forystu félagsins harkalega í fjölmiðlum og borið ærumeiðandi ásakanir upp á stjórnina. Þá spyrja þeir hvort þeir geti sjálfir búist við því að verða gerðir brottrækir úr félaginu fyrir gagnrýni sína. „Verður okkur sem nú höfum gagnrýnt forystuna, þó ekki með þessum orðum, vikið úr félaginu?“ Þá ítreka þeir að Heiðveig María standi ekki á bak við undirskriftarlistann, „en eftir viðbrögð formanns og stjórnar félagsins seinustu vikna sjáum við okkur ekki fært að styðja þá stjórn sem nú fer með einræði í félaginu.“

Fjölmargir hafa gagnrýnt forystu Sjómannafélags Íslands fyrir framgöngu sína gagnvart Heiðvigu Maríu að undanförnu. Þannig fordæmdi Drífa Snædal, forseti ASÍ, það sem hún kallaði aðför að Heiðveigu. Þá hafa forystumenn helstu stéttarfélaga landsins einnig gagnrýnt formanninn og forystuna harðlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
4
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
5
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu