Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framsóknarflokkurinn tapaði 39 milljónum í fyrra

Flokk­ur­inn fékk há­marks­fram­lög frá fjölda fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og fjár­fest­um. Eig­ið fé flokks­ins var nei­kvætt um 58,5 millj­ón­ir í árs­lok og skuld­ir hans á þriðja hundrað millj­óna króna.

Framsóknarflokkurinn tapaði 39 milljónum í fyrra
Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn er með neikvætt eigið fé og skuldir á þriðja hundrað milljóna króna. Mynd:

Helstu styrktaraðilar Framsóknarflokkins árið 2017 voru fyrirtæki í sjávarútvegi, en lögaðilar og einstaklingar styrktu flokkinn um tæpar 15 milljónir. Flokkurinn tapaði þó 39 milljónum króna á rekstri sínum í fyrra og eigið fé var neikvætt um 58,5 milljónir.

Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun birti í dag. Tekjur flokksins voru tæpar 77 milljónir á árinu, en rekstrargjöld rúmar 107 milljónir. Þá voru fjármagnsgjöld flokksins 8,5 milljónir. Skuldir Framsóknarflokksins námu 242 milljónum króna, vel umfram eignir.

Félag Matthíasar Imsland, fyrrverandi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Eyglóar Harðardóttur ráðherra, styrkti flokkinn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur. Það gerðu einnig mörg félög úr sjávarútvegi. Gjögur, HB Grandi, Ísfélag Vestmannaeyja, Samskip, Síldarvinnslan, Vísir og Þorbjörn hf. styrktu flokkinn hvert um þá upphæð.

Þá styrktu Hvalur hf., félag Kristjáns Loftssonar í hvalveiðum, Síminn og Mata hf., fyrirtæki í sölu og dreifingu ávaxta og grænmetis um 400 þúsund krónur. Kristján Gunnar Ríkharðsson, fjárfestir í Skuggahverfinu, styrkti flokkinn um 390.000 kr. í gegnum félag sitt Skuggi 4 ehf. Þá styrkti fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson flokkinn um hámarksupphæð í gegnum félag sitt Ursus ehf. Heiðar er stjórnarformaður Sýnar hf., sem á meðal annars Vodafone, Stöð 2, Vísi og fleiri fjölmiðla.

Framlög ríkis og sveitarfélaga til flokksins námu um 50 milljónum króna á síðasta ári. Framsóknarflokkurinn fékk um rúmar 8 milljónir króna í leigutekjur og 2,5 milljónir fyrir „auglýsingar og selda þjónustu“. Þá styrktu einstaklingar flokkinn um rúmar 6 milljónir, mest Eygló Harðardóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, um 270 þúsund krónur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu