Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Framsóknarflokkurinn tapaði 39 milljónum í fyrra

Flokk­ur­inn fékk há­marks­fram­lög frá fjölda fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og fjár­fest­um. Eig­ið fé flokks­ins var nei­kvætt um 58,5 millj­ón­ir í árs­lok og skuld­ir hans á þriðja hundrað millj­óna króna.

Framsóknarflokkurinn tapaði 39 milljónum í fyrra
Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn er með neikvætt eigið fé og skuldir á þriðja hundrað milljóna króna. Mynd:

Helstu styrktaraðilar Framsóknarflokkins árið 2017 voru fyrirtæki í sjávarútvegi, en lögaðilar og einstaklingar styrktu flokkinn um tæpar 15 milljónir. Flokkurinn tapaði þó 39 milljónum króna á rekstri sínum í fyrra og eigið fé var neikvætt um 58,5 milljónir.

Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun birti í dag. Tekjur flokksins voru tæpar 77 milljónir á árinu, en rekstrargjöld rúmar 107 milljónir. Þá voru fjármagnsgjöld flokksins 8,5 milljónir. Skuldir Framsóknarflokksins námu 242 milljónum króna, vel umfram eignir.

Félag Matthíasar Imsland, fyrrverandi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Eyglóar Harðardóttur ráðherra, styrkti flokkinn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur. Það gerðu einnig mörg félög úr sjávarútvegi. Gjögur, HB Grandi, Ísfélag Vestmannaeyja, Samskip, Síldarvinnslan, Vísir og Þorbjörn hf. styrktu flokkinn hvert um þá upphæð.

Þá styrktu Hvalur hf., félag Kristjáns Loftssonar í hvalveiðum, Síminn og Mata hf., fyrirtæki í sölu og dreifingu ávaxta og grænmetis um 400 þúsund krónur. Kristján Gunnar Ríkharðsson, fjárfestir í Skuggahverfinu, styrkti flokkinn um 390.000 kr. í gegnum félag sitt Skuggi 4 ehf. Þá styrkti fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson flokkinn um hámarksupphæð í gegnum félag sitt Ursus ehf. Heiðar er stjórnarformaður Sýnar hf., sem á meðal annars Vodafone, Stöð 2, Vísi og fleiri fjölmiðla.

Framlög ríkis og sveitarfélaga til flokksins námu um 50 milljónum króna á síðasta ári. Framsóknarflokkurinn fékk um rúmar 8 milljónir króna í leigutekjur og 2,5 milljónir fyrir „auglýsingar og selda þjónustu“. Þá styrktu einstaklingar flokkinn um rúmar 6 milljónir, mest Eygló Harðardóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, um 270 þúsund krónur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár