Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forseti ASÍ fordæmir aðför Sjómannafélagsins

Drífa Snæ­dal gagn­rýn­ir Sjó­manna­fé­lag Ís­lands harð­lega fyr­ir að hafa vik­ið Heið­veigu Maríu Ein­ars­dótt­ur úr fé­lag­inu eft­ir að hún hafði sóst eft­ir embætti for­manns.

Forseti ASÍ fordæmir aðför Sjómannafélagsins
Vikið úr félaginu Heiðveigu Maríu var vikið úr Sjómannafélagi Íslands í gær.

Drífa Snædal, nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands, ASÍ, fordæmir Sjómannafélag Íslands fyrir það sem hún kallar aðför að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sjómanni og viðskiptalögfræðingi. Heiðveigu var í fyrradag vikið úr félaginu  en hún hugðist sækjast eftir embætti formanns þess.  Forseti ASÍ segir mjög alvarlegt mál að víkja fólki úr stéttarfélagi og svipta fólk réttindum sínum.

„Eftir að hafa fylgst með ótrúlegri aðför formanns Sjómannafélags Íslands að Heiðveigu Maríu Einarsdóttir og þeim skilyrðum sem félagsmenn þurfa að uppfylla til að geta gefið kost á sér í trúnaðarstöður get ég ekki á mér setið,“ segir Drífa í nýlegri stöðuuppfærslu á Facebook.

Hún tekur fram að þó Sjómannafélag Íslands sé ekki í Alþýðusambandi Íslands heldur sjálfstætt félag þá séu regnhlífarsamtök sjómanna innan ASÍ. „Ef félag innan ASÍ hegðaði sér með svipuðum hætti og Sjómannafélag Íslands gerir þá yrði gripið í taumana og almennir félagsmenn hefðu þá möguleika á að fara með málið áfram innan heildarsamtakanna.“

Drífa segir einn helsta ókostinn við að vera ekki innan heildarsamtakanna vera þann að engar félagslegar kæruleiðir séu til staðar. „Hvað með aðgengi að sjúkrasjóði, fræðslusjóði og orlofssjóði svo ekki sé talað um félagslegu starfi? Er verið að svipta hana áunnum réttindum og tryggingum? Ég vil hvetja farmenn og fiskimenn til að ganga til liðs við sjómannafélög og stéttarfélög sem eru innan Alþýðusambandsins og njóta þar með félagslegrar verndar sem heildarsamtök geta veitt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár