Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tekur afsökunarbeiðni Björns Braga gilda

Stúlk­unni sem Björn Bragi Arn­ars­son áreitti var brugð­ið og at­vik­ið olli henni óþæg­ind­um, sam­kvæmt til­kynn­ingu. Hún tek­ur af­sök­un­ar­beiðni hans gilda og vill að at­burða­rás­in taki enda. Önn­ur kona steig fram og sagði hann hafa áreitt sig.

Tekur afsökunarbeiðni Björns Braga gilda
Óskar þess að umræðunni linni Stúlkan sem Björn Bragi Arnarsson áreitti hefur tekið afsökunarbeiðni hans. Mynd: RÚV

Stúlkan sem sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson áreitti um helgina segir að sér hafi verið brugðið og að atvikið hafi valdið henni óþægindu. Hún hafi ekki viljað að myndband af atvikinu færi í dreifingu og vill að sú atburðarás sem fór af stað með dreifingu á því taki enda.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stúlkan sendi fjölmiðlum í gærkvöldi. Hún og foreldrar hennar taki afsökunarbeiðni Björns Braga og segist stúlkan hafa upplifað mikil óþægindi frá fjölmiðlum vegna málsins. Hún biður því um að nafn hennar og persóna verði ekki til umfjöllunar.

„Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.“

Stundin ræddi í gær við móður stúlkunnar. Hún sagði að svo komnu máli hyggðust hvorki stúlkan né fjölskylda hennar ræða málið frekar. 

Björn Bragi játaði í færslu á Facebook aðfararnótt þriðjudags að hafa snert stúlkuna „á ósæmilegan hátt“ og baðst afsökunar. Atvikið átti sér stað á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri og fór myndband af því í dreifingu á samfélagsmiðlum á mánudagskvöld. Brot Björns Braga gætu varðað við allt að tveggja ára frangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Hefur hann ákveðið að hætta sem spyrill í spurningakeppninni Gettu betur vegna málsins.

Önnur kona steig fram

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir birti færslu á Twitter síðdegis í gær þar sem hún sagði Björn Braga hafa áreitt sig og fleiri vinkonur hennar. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi unga stelpa hefði fengið afsökunarbeiðni frá honum ef hún hefði EKKI tekið þetta upp en bara ákveðið að segja frá? Hefði samfélagið trúað henni?“ skrifar Þórhildur.

Í færslunni segist hún vona að Björn Bragi læri af hegðun sinni og taki afleiðingunum. „Það minnsta sem einstaklingur getur gert er að biðjast afsökunar á brotum sínum gagnvart öðrum og það á einnig að vera sjálfsagt mál að taka ábyrgð á gjörðum sínum,“ skrifar hún.

Yfirlýsingin stúlkunnar í heild sinni

Ég sendi þessa yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna frétta af atviki á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sl., sunnudags, þar sem landsþekktur skemmtikraftur og fjölmiðlamaður er sakaður um háttsemi sem sé kynferðisleg áreitni við stúlku.

Ég er sú stúlka sem um ræðir.

Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.

Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.

Ég vil taka fram að mjög fljótlega í því ferli sem fór af stað eftir að myndirnar fóru út, hefur þessi einstaklingur sem í hlut átti, nokkrum sinnum haft samband við mig og foreldra mína og beðist fyrirgefningar á framkomu sinni.

Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna.

Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki  umfjöllunarefni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár