Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir að ut­an­rík­is­stefna Ís­lands á ár­un­um eft­ir hrun hafi ein­kennst af við­leitni til að tryggja Ís­landi efna­hags­legt skjól. Hann tel­ur við­brögð ESB við skulda­vanda Grikkja hafa af­hjúp­að galla á evru­kerf­inu þar sem veik­ur stofn­an­arammi gerði Þýskalandi kleift að stjórna ferð­inni út frá eig­in hags­mun­um.

Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum
Eilíf leit að skjóli Baldur Þórhallsson segir að utanríkisstefna Íslands hafi í raun alla tíð gengið út á að tryggja Íslendingum efnahagslegt skjól og leita verndar sterks bakhjarls sem geti varið okkur fyrir áföllum. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Utanríkisstefna Íslands á árunum eftir hrun hefur einkennst af viðleitni til að tryggja Íslandi efnahagslegt skjól. Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bókina Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs.

„Stjórnmálamenn forðast að segja það upphátt, að viðurkenna að íslensk stjórnvöld leiti stöðugt eftir vernd erlendra aðila, því okkar heimatilbúna pólitíska orðræða leyfir þeim það ekki,“ segir Baldur. „Við fræðimennirnir getum hins vegar leyft okkur að segja það, að utanríkisstefna Íslands hefur í raun alla tíð gengið út á að leita skjóls. Við sjáum þetta eftir hrun, þegar vinstristjórnin sótti um aðild að Evrópusambandinu. Árið 2013 varð Ísland fyrsta Evrópuríkið sem gerði fríverslunarsamning við Kína og nú árið 2018 líta sumir ráðamanna svo á að besti kostur okkar sé að fylgja Bretum eftir í heiminum og gera fríverslunarsamninga, að þannig megi tryggja okkur efnahagslegt skjól – því það hefur enn ekki tekist. Okkur vantar ennþá sterkan bakhjarl til að koma okkur til aðstoðar þegar efnahagsleg áföll dynja yfir.“

Hagfræðiprófessor sagði skjólið dýrkeypt

Í síðasta tölublaði Stundarinnar birtist ítarlegt viðtal við Hilmar Þór Hilmarsson, hagfræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, sem nýlega gaf út bókina The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries: Do As We Say and Not As We Do. Þar fjallar Hilmar meðal annars um efnahagslegan fórnarkostnað af evruupptöku Eystrasaltsríkjanna og rekur hvernig áhrifamikil ríki innan Evrópusambandsins beittu sér fyrir því að Eystrasaltsríkin héldu í fastgengisstefnu og skæru rækilega niður í ríkisbúskapnum eftir að alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2008. Með þessu hafi norrænum bönkum, sem Eystrasaltsþjóðirnar stóðu í skuld við, verið bjargað á kostnað lífskjara almennings í þessum fátækari nýmarkaðsríkjum.

Í viðtalinu við Hilmar var vikið að skjólskenningum í samhengi við Evrópusambandið og haft eftir honum að skjól sambandsins væri stundum dýru verði keypt. „Smáþjóðir geta orðið illa úti í átökum við ESB og stærri aðildarríki þess. Þetta höfum við séð greinilega í til dæmis Grikklandi sem hefur gengið í gegnum miklar hörmungar í samskiptum við ESB og sum stærri aðildarríki ESB. Aðstoð ESB við Lettland leiddi líka til mikilla hörmunga þar,“ segir hann. „Gæfa Íslands í hruninu 2008 var meðal annars sú að við höfðum frjálsari hendur. Gengið féll og við þurftum ekki að fylgja neinni formúlu frá Brussel á sviði ríkisfjármála. Við þurftum heldur ekki að hlýða stærri ríkjum, Bretlandi og Hollandi, sem leituðust við að vernda sína hagsmuni og fengu þar stuðning ESB gagnvart Íslandi. Mér finnst skjólskenningar frekar vafasamar þegar maður skoðar reynslu smáríkja. Ég álít að farsælla sé fyrir Ísland að leggja áherslu á góð samskipti við aðrar þjóðir, þar á meðal stórveldin, og taka svo sjálfstæðar ákvarðanir út frá eigin hagsmunum eins og reyndist farsælt í hruninu 2008. Það er engin stór mamma úti í heimi sem mun alltaf vernda okkur.“

Skjólskenningin dragi upp raunsærri mynd

Ísland og skjólskenningNýlega gaf Baldur Þórhallsson út bókina Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs þar sem fjallað er um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna út frá kenningunni um skjól.

Baldur segir að honum finnist Hilmar afgreiða smáríkjakenningar með sérkennilegum hætti. „Hann segir að sér finnist skjólskenningar vafasamar, en kenningin um skjól byggir á viðteknum kenningum í alþjóðastjórnmálum um að smáríki þurfi á bandamönnum að halda til að styrkja varnir og efnahag sinn. Með kenningunni um skjól er reynt að draga upp raunsærri mynd af samskiptum lítilla og stórra ríkja heldur en oft er gert, bæði í fræðunum og almennri umræðu,“ segir Baldur.

„Smáríki geta vissulega búið yfir ýmsum styrkleikum en nær undantekningarlaust er litið svo á að vegna takmarkaðrar varnargetu og lítils heimamarkaðar, sem sveiflast meira en stór heimamarkaður, þurfi þau á bandamönnum að halda, stærri ríkjum og alþjóðastofnunum. Smáríki verða vissulega að hafa góða stjórn á hlutunum heima fyrir en skjólskenningin kveður á um mikilvægi þess að smáríki tryggi sér skjól til að reyna að fyrirbyggja að þau verði fyrir áfalli, að þau fái aðstoð þegar í stað ef að þau verði fyrir áfalli og njóti aðstoðar við uppbyggingu eftir áfallið. Fagrar yfirlýsingar vinaþjóna á tyllidögum þýða oft lítið þegar á reynir eins og dæmi sanna. Smáríki verða að tryggja sér skjól með skriflegum samningum við stærri ríki eða með aðild að alþjóðastofnunum til að auka líkur á því að þau fái aðstoð þegar þau verða fyrir áföllum.“

Hann segir að skjólskenningin taki einnig til mikilvægis félagslega og menningarlegra samskipta, til dæmis hve brýnt er að smáríki nái að soga til sín nýjustu strauma og stefnur í vísindum og menningu og nýsköpun. 

Aðgangur að innri markaðnum engan veginn sjálfgefinn

„Lítil samfélög hafa takmarkaðri mannauð en stór samfélög sem gerir það til dæmis nauðsynlegt fyrir þau að hafa aðgang að erlendum menntastofnunum. Að öðrum kosti eiga þau á hættu að staðna. Það að Íslendingar hafi aðgang að menntastofnunum og rannsókna- og nýsköpunarsjóðum í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Norðurlandasamvinnuna lítum við á sem skjól. Þessi aðgangur er engan veginn sjálfgefinn og smærri ríki á EES-svæðinu, og þá sérstaklega Ísland, fá mun meira úr úr þessari samvinnu heldur en stóru ríkin. Með þessu erum við að reyna að benda á mikilvægi félagslegra samskipta í samskiptum ríkja og útvíkka kenningar í alþjóðasamskiptum. Kenningin um skjól kveður þannig á um mikilvægi þess að smáríki hafi pólitískt, efnahagslegt og félagslegt skjól stærri ríkja og alþjóðastofnana.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár