Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum

Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir að ut­an­rík­is­stefna Ís­lands á ár­un­um eft­ir hrun hafi ein­kennst af við­leitni til að tryggja Ís­landi efna­hags­legt skjól. Hann tel­ur við­brögð ESB við skulda­vanda Grikkja hafa af­hjúp­að galla á evru­kerf­inu þar sem veik­ur stofn­an­arammi gerði Þýskalandi kleift að stjórna ferð­inni út frá eig­in hags­mun­um.

Veikt evrukerfi spilar upp í hendurnar á stóru ríkjunum
Eilíf leit að skjóli Baldur Þórhallsson segir að utanríkisstefna Íslands hafi í raun alla tíð gengið út á að tryggja Íslendingum efnahagslegt skjól og leita verndar sterks bakhjarls sem geti varið okkur fyrir áföllum. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Utanríkisstefna Íslands á árunum eftir hrun hefur einkennst af viðleitni til að tryggja Íslandi efnahagslegt skjól. Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bókina Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs.

„Stjórnmálamenn forðast að segja það upphátt, að viðurkenna að íslensk stjórnvöld leiti stöðugt eftir vernd erlendra aðila, því okkar heimatilbúna pólitíska orðræða leyfir þeim það ekki,“ segir Baldur. „Við fræðimennirnir getum hins vegar leyft okkur að segja það, að utanríkisstefna Íslands hefur í raun alla tíð gengið út á að leita skjóls. Við sjáum þetta eftir hrun, þegar vinstristjórnin sótti um aðild að Evrópusambandinu. Árið 2013 varð Ísland fyrsta Evrópuríkið sem gerði fríverslunarsamning við Kína og nú árið 2018 líta sumir ráðamanna svo á að besti kostur okkar sé að fylgja Bretum eftir í heiminum og gera fríverslunarsamninga, að þannig megi tryggja okkur efnahagslegt skjól – því það hefur enn ekki tekist. Okkur vantar ennþá sterkan bakhjarl til að koma okkur til aðstoðar þegar efnahagsleg áföll dynja yfir.“

Hagfræðiprófessor sagði skjólið dýrkeypt

Í síðasta tölublaði Stundarinnar birtist ítarlegt viðtal við Hilmar Þór Hilmarsson, hagfræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, sem nýlega gaf út bókina The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries: Do As We Say and Not As We Do. Þar fjallar Hilmar meðal annars um efnahagslegan fórnarkostnað af evruupptöku Eystrasaltsríkjanna og rekur hvernig áhrifamikil ríki innan Evrópusambandsins beittu sér fyrir því að Eystrasaltsríkin héldu í fastgengisstefnu og skæru rækilega niður í ríkisbúskapnum eftir að alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2008. Með þessu hafi norrænum bönkum, sem Eystrasaltsþjóðirnar stóðu í skuld við, verið bjargað á kostnað lífskjara almennings í þessum fátækari nýmarkaðsríkjum.

Í viðtalinu við Hilmar var vikið að skjólskenningum í samhengi við Evrópusambandið og haft eftir honum að skjól sambandsins væri stundum dýru verði keypt. „Smáþjóðir geta orðið illa úti í átökum við ESB og stærri aðildarríki þess. Þetta höfum við séð greinilega í til dæmis Grikklandi sem hefur gengið í gegnum miklar hörmungar í samskiptum við ESB og sum stærri aðildarríki ESB. Aðstoð ESB við Lettland leiddi líka til mikilla hörmunga þar,“ segir hann. „Gæfa Íslands í hruninu 2008 var meðal annars sú að við höfðum frjálsari hendur. Gengið féll og við þurftum ekki að fylgja neinni formúlu frá Brussel á sviði ríkisfjármála. Við þurftum heldur ekki að hlýða stærri ríkjum, Bretlandi og Hollandi, sem leituðust við að vernda sína hagsmuni og fengu þar stuðning ESB gagnvart Íslandi. Mér finnst skjólskenningar frekar vafasamar þegar maður skoðar reynslu smáríkja. Ég álít að farsælla sé fyrir Ísland að leggja áherslu á góð samskipti við aðrar þjóðir, þar á meðal stórveldin, og taka svo sjálfstæðar ákvarðanir út frá eigin hagsmunum eins og reyndist farsælt í hruninu 2008. Það er engin stór mamma úti í heimi sem mun alltaf vernda okkur.“

Skjólskenningin dragi upp raunsærri mynd

Ísland og skjólskenningNýlega gaf Baldur Þórhallsson út bókina Small States and Shelter Theory: Iceland’s External Affairs þar sem fjallað er um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna út frá kenningunni um skjól.

Baldur segir að honum finnist Hilmar afgreiða smáríkjakenningar með sérkennilegum hætti. „Hann segir að sér finnist skjólskenningar vafasamar, en kenningin um skjól byggir á viðteknum kenningum í alþjóðastjórnmálum um að smáríki þurfi á bandamönnum að halda til að styrkja varnir og efnahag sinn. Með kenningunni um skjól er reynt að draga upp raunsærri mynd af samskiptum lítilla og stórra ríkja heldur en oft er gert, bæði í fræðunum og almennri umræðu,“ segir Baldur.

„Smáríki geta vissulega búið yfir ýmsum styrkleikum en nær undantekningarlaust er litið svo á að vegna takmarkaðrar varnargetu og lítils heimamarkaðar, sem sveiflast meira en stór heimamarkaður, þurfi þau á bandamönnum að halda, stærri ríkjum og alþjóðastofnunum. Smáríki verða vissulega að hafa góða stjórn á hlutunum heima fyrir en skjólskenningin kveður á um mikilvægi þess að smáríki tryggi sér skjól til að reyna að fyrirbyggja að þau verði fyrir áfalli, að þau fái aðstoð þegar í stað ef að þau verði fyrir áfalli og njóti aðstoðar við uppbyggingu eftir áfallið. Fagrar yfirlýsingar vinaþjóna á tyllidögum þýða oft lítið þegar á reynir eins og dæmi sanna. Smáríki verða að tryggja sér skjól með skriflegum samningum við stærri ríki eða með aðild að alþjóðastofnunum til að auka líkur á því að þau fái aðstoð þegar þau verða fyrir áföllum.“

Hann segir að skjólskenningin taki einnig til mikilvægis félagslega og menningarlegra samskipta, til dæmis hve brýnt er að smáríki nái að soga til sín nýjustu strauma og stefnur í vísindum og menningu og nýsköpun. 

Aðgangur að innri markaðnum engan veginn sjálfgefinn

„Lítil samfélög hafa takmarkaðri mannauð en stór samfélög sem gerir það til dæmis nauðsynlegt fyrir þau að hafa aðgang að erlendum menntastofnunum. Að öðrum kosti eiga þau á hættu að staðna. Það að Íslendingar hafi aðgang að menntastofnunum og rannsókna- og nýsköpunarsjóðum í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Norðurlandasamvinnuna lítum við á sem skjól. Þessi aðgangur er engan veginn sjálfgefinn og smærri ríki á EES-svæðinu, og þá sérstaklega Ísland, fá mun meira úr úr þessari samvinnu heldur en stóru ríkin. Með þessu erum við að reyna að benda á mikilvægi félagslegra samskipta í samskiptum ríkja og útvíkka kenningar í alþjóðasamskiptum. Kenningin um skjól kveður þannig á um mikilvægi þess að smáríki hafi pólitískt, efnahagslegt og félagslegt skjól stærri ríkja og alþjóðastofnana.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
ViðtalEvrópumál

Varoufa­k­is: Ís­lend­ing­ar heppn­ir að standa ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins

Yan­is Varoufa­k­is kynnt­ist skugga­hlið­um Evr­ópu­sam­starfs­ins sem fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands en nú berst hann fyr­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á um­gjörð ESB. Stund­in spurði Varoufa­k­is um fram­tíð um­bóta­stjórn­mála í Evr­ópu, upp­gang nú­tímafas­isma og efna­hags­vand­ann á evru­svæð­inu. Hann tel­ur að Evr­ópa hefði far­ið bet­ur út úr al­þjóð­legu fjár­málakrepp­unni ef for­dæmi Ís­lands hefði ver­ið fylgt í aukn­um mæli og byrð­um velt yf­ir á kröfu­hafa frem­ur en skatt­greið­end­ur.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár