Óefnislegar eignir rekstarfélags Fréttablaðsins námu um 856 milljónum króna í lok árs 2017. Fréttablaðið hagnaðist um rúmar 13 milljónir króna á árinu og nema skuldir þess við tengda aðila alls 790 milljónum króna.
Þetta kemur fram í ársreikningi Torgs ehf., rekstrarfélags Fréttablaðsins, sem skilað var til ársreikningaskrár 28. september. Óefnislegar eignir félagsins nema 93% af fastafjármunum þess, en varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir sem 62 milljón króna eign í ársreikninginn. Viðskiptavild er yfirleitt stærst óefnislegra eigna, en ekki kemur fram í ársreikningnum nánari útskýring á færslunni. Ekki fengust svör frá framkvæmdastjóra fjármálasviðs Torgs um hverjar óefnislegu eignirnar eru.
Í ársreikningnum kemur fram að hlutafé eigenda í Torgi sé 150 milljónir króna, en það var aukið 30. desember 2017. Greitt var fyrir aukninguna með skuldajöfnun við 365 miðla, en skuldin kom til vegna kaupa Torgs á varanlegum rekstrarfjármunum, starfsemi prentmiðla og viðskiptavild af 365 miðlum. Eigið fé félagsins nam í árslok 2017 …
Athugasemdir