Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óefnislegar eignir Fréttablaðsins 856 milljónir

Fjöl­mið­ill­inn skuld­aði tengd­um að­il­um 790 millj­ón­ir króna í árs­lok 2017. Ingi­björg Pálma­dótt­ir skoð­ar nú sölu á Frétta­blað­inu.

Óefnislegar eignir Fréttablaðsins 856 milljónir
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson Hjónin hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum í tengslum við viðskipti sín.

Óefnislegar eignir rekstarfélags Fréttablaðsins námu um 856 milljónum króna í lok árs 2017. Fréttablaðið hagnaðist um rúmar 13 milljónir króna á árinu og nema skuldir þess við tengda aðila alls 790 milljónum króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi Torgs ehf., rekstrarfélags Fréttablaðsins, sem skilað var til ársreikningaskrár 28. september. Óefnislegar eignir félagsins nema 93% af fastafjármunum þess, en varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir sem 62 milljón króna eign í ársreikninginn. Viðskiptavild er yfirleitt stærst óefnislegra eigna, en ekki kemur fram í ársreikningnum nánari útskýring á færslunni. Ekki fengust svör frá framkvæmdastjóra fjármálasviðs Torgs um hverjar óefnislegu eignirnar eru.

Í ársreikningnum kemur fram að hlutafé eigenda í Torgi sé 150 milljónir króna, en það var aukið 30. desember 2017. Greitt var fyrir aukninguna með skuldajöfnun við 365 miðla, en skuldin kom til vegna kaupa Torgs á varanlegum rekstrarfjármunum, starfsemi prentmiðla og viðskiptavild af 365 miðlum. Eigið fé félagsins nam í árslok 2017 …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár