Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útvarp Saga skilaði sama ársreikningnum tvö ár í röð

Rík­is­skatt­stjóri hef­ur fellt burt árs­reikn­ing Út­varps Sögu fyr­ir ár­ið 2017 þar sem ein­tak­ið sem fjöl­mið­ill­inn skil­aði var af­rit af árs­reikn­ingi árs­ins á und­an. Frest­ur rann út 31. ág­úst.

Útvarp Saga skilaði sama ársreikningnum tvö ár í röð
Arnþrúður Karlsdóttir Arnþrúður er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf. Mynd: Pressphotos

Ársreikningaskrá hefur fellt út ársreikning Útvarps Sögu fyrir árið 2017. Eftir yfirferð ríkisskattstjóra reyndist ársreikningurinn sem fjölmiðillinn skilaði inn vera afrit af ársreikningi félagsins fyrir árið 2016.

Arnþrúður Karlsdóttir er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf. sem rekur útvarpsstöðina. Tap varð á rekstri félagsins um 2,6 milljónir árið 2016, en rekstrarniðurstaða fyrir árið 2017 er ekki þekkt þar sem fullnægjandi ársreikningur hefur ekki borist. Frestur til að skila ársreikningi rann út 31. ágúst síðastliðinn.

Ársreikningaskrá gerir úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum til þess að ganga úr skugga um að innsend gögn séu í samræmi við lög. Að sögn Jónínu Jónasdóttur, sviðsstjóra skráasviðs hjá ríkisskattstjóra, er slíkt ekki alltaf gert um leið og ársreikningur berst. „Staðan er því sú núna að Útvarp Saga ehf. hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi ársins 2017,“ segir Jónína.

CreditInfo fékk eintak að ársreikningnum áður en hann var felldur út. Á því má sjá að eintakið er eins og ársreikningur félagsins fyrir 2016, merkt sem ársreikningur 2016 og dagsett af Arnþrúði í lok ágúst 2017. „Í ljós kom að reikningurinn uppfyllti ekki ákvæði ársreikningalaga og var hann því felldur út af skránni,“ segir Jónína. „Það er skýringin á því að fram kemur á vef okkar að ársreikningi hafi ekki verið skilað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár