Í nýrri skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kemur fram að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu til aðgerða á sviði loftslagsmála árlega til ársins 2035 eigi að takast að koma í veg fyrir að meðalhiti á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður. Ef ekki tekst að koma í veg fyrir þá hlýnun myndi það hafa katastrófískar afleiðingar. Tækifærið til að bregðast við sé að renna heimsbyggðinni úr greipum og ef ekki verði brugðist strax við þá geti það orðið um seinan.
Í síðasta mánuði var kynnt ný aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem meðal annars felur í sér að nýir bílar sem eingöngu gangi fyrir jarðefnaeldsneyti verði bannaðir frá og með árinu 2030. Einum og hálfum milljarði króna verður varið til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og til fleiri aðgerða.
En hversu miklu máli skiptir það í stóra samhenginu að skipta um orkugjafa á bílaflota landsins? Um það hafa …
Athugasemdir