Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir yfirlýsingar Gunnars Smára tilefni til meiðyrðamáls

Lög­fræð­ing­ur Kristjönu Val­geirs­dótt­ur, fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar, seg­ir Gunn­ar Smára Eg­ils­son fara fram með rang­færsl­ur og óhróð­ur.

Segir yfirlýsingar Gunnars Smára tilefni til meiðyrðamáls
Tilefni til meiðyrðamáls Aðdróttanir Gunnars Smára Egilssonar í garð Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar, fela í sér tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta að mati lögmanns Kristjönu. Mynd: Sigtryggur Ari / DV

Yfirlýsingar Gunnars Smára Egilssonar og aðdróttanir í garð fjármálastjóra Eflingar, Kristjönu Valgeirsdóttur, eru alvarleg aðför að mannorði hennar og í þeim felst meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaður Kristjönu, Lára V. Júlíusdóttir, hefur sent fjölmiðlum fyrir hennar hönd. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um hvort höfðað verði mál á hendur Gunnari Smára.

Um síðustu helgi fjallaði Morgunblaðið um ólgu á skrifstofu Eflingar og fleiri fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Gunnar Smári tjáði sig ítrekað á Facebook um fréttina og málefni tengd Eflingu, meðal annars um Kristjönu og hennar störf.

Í yfirlýsingunni sem Lára sendi út fyrir hönd Kristjönu er sagt að óhjákvæmilegt að bregðast við „þeim rangfærslum og óhróðri sem hún nú verður fyrir af hálfu Gunnars Smára.“ Þar segir að Gunnar Smári hafi sagt Kristjönu sverta nafn Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu hans, í von um að koma höggi á yfirmenn sína. Við það kannast Kristjana ekki enda komi nafn Öldu Lóu hvergi fram á reikningum eða gögnum og Kristjana hafi aldrei hitt hana.

„Gunnar segir ennfremur að umbjóðandi minn sé „augljóslega ómerkileg manneskja og illgörn.”  Hvernig Gunnar kemst að þeirri niðurstöðu er illskiljanlegt þar sem umbjóðandi  minn kannast ekki við Gunnar Smára Egilsson nema úr fjölmiðlum og minnist þess ekki að hafa hitt þann mann né átt nein samskipti við hann.“

Þá segir í yfirlýsingunni að öllum ásökunum, ávirðingum og alhæfingum svo sem þeirri að fjármálastjóri Eflingar „beri ábyrgð á vondri stöðu verkalýðshreyfingarinnar og hafi valdið verkafólki fjárhagslegu tjóni“ sé vísað á bug enda engin rök eða sannananir fyrir því að nokkur fótur sé fyrir þeim.

„Myndbirting  af umbjóðanda mínum sem fylgir þessum ósönnu ásökunum er ámælisverð og hluti af árás á persónu umbjóðanda míns sem ekki er hægt að sitja undir. Hvað Gunnari Smára gengur til með umfjöllun sinni skal ósagt látið og ekki vitað til þess að hann hafi hingað til borið hag verkalýðsstéttar þessa lands sérstaklega fyrir brjósti, en allar þessar fölsku og röngu ávirðingar sem bornar eru á umbjóðanda minn hljóta að kalla fram viðbrögð af hálfu hennar. Ljóst er að þær eru alvarleg aðför að mannorði hennar og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur Gunnari Smára Egilssyni,“ segir í yfirlýsingunni.

Í samtali við Stundina sagði Lára að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort höfðað yrði mál á hendur Gunnari Smára vegna þessara ummæla. Aðspurð um þau ummæli sem Gunnar Smári lét falla í athugasemd á Facebook, að líklega hefði Kristjana stungið undan fjármunum í starfi sínu, sagði Lára að þeim ávirðingum væri fortakslaust hafnað.                                                                                                                               

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár