Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir yfirlýsingar Gunnars Smára tilefni til meiðyrðamáls

Lög­fræð­ing­ur Kristjönu Val­geirs­dótt­ur, fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar, seg­ir Gunn­ar Smára Eg­ils­son fara fram með rang­færsl­ur og óhróð­ur.

Segir yfirlýsingar Gunnars Smára tilefni til meiðyrðamáls
Tilefni til meiðyrðamáls Aðdróttanir Gunnars Smára Egilssonar í garð Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar, fela í sér tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta að mati lögmanns Kristjönu. Mynd: Sigtryggur Ari / DV

Yfirlýsingar Gunnars Smára Egilssonar og aðdróttanir í garð fjármálastjóra Eflingar, Kristjönu Valgeirsdóttur, eru alvarleg aðför að mannorði hennar og í þeim felst meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaður Kristjönu, Lára V. Júlíusdóttir, hefur sent fjölmiðlum fyrir hennar hönd. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um hvort höfðað verði mál á hendur Gunnari Smára.

Um síðustu helgi fjallaði Morgunblaðið um ólgu á skrifstofu Eflingar og fleiri fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Gunnar Smári tjáði sig ítrekað á Facebook um fréttina og málefni tengd Eflingu, meðal annars um Kristjönu og hennar störf.

Í yfirlýsingunni sem Lára sendi út fyrir hönd Kristjönu er sagt að óhjákvæmilegt að bregðast við „þeim rangfærslum og óhróðri sem hún nú verður fyrir af hálfu Gunnars Smára.“ Þar segir að Gunnar Smári hafi sagt Kristjönu sverta nafn Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu hans, í von um að koma höggi á yfirmenn sína. Við það kannast Kristjana ekki enda komi nafn Öldu Lóu hvergi fram á reikningum eða gögnum og Kristjana hafi aldrei hitt hana.

„Gunnar segir ennfremur að umbjóðandi minn sé „augljóslega ómerkileg manneskja og illgörn.”  Hvernig Gunnar kemst að þeirri niðurstöðu er illskiljanlegt þar sem umbjóðandi  minn kannast ekki við Gunnar Smára Egilsson nema úr fjölmiðlum og minnist þess ekki að hafa hitt þann mann né átt nein samskipti við hann.“

Þá segir í yfirlýsingunni að öllum ásökunum, ávirðingum og alhæfingum svo sem þeirri að fjármálastjóri Eflingar „beri ábyrgð á vondri stöðu verkalýðshreyfingarinnar og hafi valdið verkafólki fjárhagslegu tjóni“ sé vísað á bug enda engin rök eða sannananir fyrir því að nokkur fótur sé fyrir þeim.

„Myndbirting  af umbjóðanda mínum sem fylgir þessum ósönnu ásökunum er ámælisverð og hluti af árás á persónu umbjóðanda míns sem ekki er hægt að sitja undir. Hvað Gunnari Smára gengur til með umfjöllun sinni skal ósagt látið og ekki vitað til þess að hann hafi hingað til borið hag verkalýðsstéttar þessa lands sérstaklega fyrir brjósti, en allar þessar fölsku og röngu ávirðingar sem bornar eru á umbjóðanda minn hljóta að kalla fram viðbrögð af hálfu hennar. Ljóst er að þær eru alvarleg aðför að mannorði hennar og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur Gunnari Smára Egilssyni,“ segir í yfirlýsingunni.

Í samtali við Stundina sagði Lára að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort höfðað yrði mál á hendur Gunnari Smára vegna þessara ummæla. Aðspurð um þau ummæli sem Gunnar Smári lét falla í athugasemd á Facebook, að líklega hefði Kristjana stungið undan fjármunum í starfi sínu, sagði Lára að þeim ávirðingum væri fortakslaust hafnað.                                                                                                                               

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár