Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Efling segir eftirlitsstofnanir fjársveltar – Ásmundur bindur vonir við ný lög

„Við krefj­umst þess að yf­ir­völd hætti að snúa blinda aug­anu að þeim stór­kost­lega vanda sem rík­ir þeg­ar kem­ur að að­bún­aði og af­komu er­lends verka­fólks,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi.

Efling segir eftirlitsstofnanir fjársveltar – Ásmundur bindur vonir við ný lög
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Ásmundur Einar Daðason er félagsmálaráðherra.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, vonar að ný lög sem auka heimildir Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar við eftirlit á vinnustöðum muni torvelda brotastarfsemi á vinnumarkaði. Háttsemi af því tagi sem lýst var í fréttaskýringaþættinum Kveiki í gær verði að stöðva og draga þá sem brotin fremja til ábyrgðar. 

Stundin fjallaði ítarlega um brot gegn útlendingum á íslenskum vinnumarkaði í fyrra.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem birtist á vef ráðuneytisins í dag, en þar er vísað til breytinga á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og fleiri lögum sem samþykkt voru á Alþingi í júní síðastliðnum og tóku gildi þann 1. ágúst. Yfirlýst markmið laganna er að tryggja að laun og önnur starfskjör starfsmanna sem erlend fyrirtæki senda tímabundið til landsins séu í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga og einnig að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir eðli og umfang þessara mála. 

„Ásmundur Einar bendir á að þar sem stutt sé liðið frá gildistöku laganna eigi virkni þeirra eftir að koma að fullu í ljós,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. „Reynslan sýni að brot á vinnumarkaði snúist oft um mun fleiri þætti en kjarasamninga eina og sér og varði gjarna löggjöf á ýmsum sviðum. Því skipti miklu máli að eftirlitsaðilar geti miðlað upplýsingum sín á milli til að eftirlitið skili fullnægjandi árangri.“ 

DV greindi frá því árið 2016 að verkamaður hefði verið hlunnfarinn á kúabúi föður Ásmundar Einars þar sem Ásmundur og eiginkona hans, Sunna Birna Helgadóttir, áttu þá lögheimili. Sunna var stjórnarmaður og prókúruhafi Þverholtabúsins ehf. sem hélt utan um rekstur kúabúsins þegar brotin áttu sér stað en íslenskur verkamaður sem sinnti bústörfum á stórbýlinu þurfti að leita til Stéttarfélags Vesturlands til að fá greidd lágmarkslaun. Í ljós kom að vinnuveitandinn hafði ekki greitt dagvinnulaun í samræmi við kjarasamning allt árið 2015. „Hluti af því sem stráknum var greitt í hverjum mánuði voru dagpeningar til að lyfta laununum upp. Það eru skattsvik. Það er ekki greidd staðgreiðsla af dagpeningum eða greitt orlof eða í lífeyrissjóð. En dagpeningarnir komu honum heldur ekki yfir lágmarkslaunin,“ sagði Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands, í viðtali við DV þegar fjallað var um málið

Fjallað var um slæma stöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær. Í viðtölum við útlendinga kom fram að margir hefðu verið hlunnfarnir og búið við ömurlegar aðstæður, verið fengnir til landsins á fölskum forsendum og þurft að vinna fyrir lægri laun en Íslendingar í sama starfi.

Eins og Stundin greindi frá í mars síðastliðnum er afar algengt að atvinnurekendur brjóti á erlendum starfsmönnum íslenskra starfsmannaleiga, fólki sem er jaðarsett í samfélaginu, greiðir meira fyrir leigu en gengur og gerist og leigir gjarnan húsnæði af vinnuveitanda sínum. 60 prósent þeirra mála sem lentu á borði Eflingar stéttafélags vegna launamála og réttinda starfsmanna árið 2017 sneru að launafólki af erlendum uppruna.

„Núverandi ástand er óásættanlegt og ekki boðlegt að eftirlitsstofnanir séu fjársveltar eða að stjórnmálamenn láti eins og vandamálin séu ekki til staðar eða leysist af sjálfu sér,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Eflingar. „Efling-stéttarfélag krefst þess að erlent verkafólk sem hingað kemur til að starfa njóti fullra lög- og samningsbundinna réttinda. Við krefjumst þess að yfirvöld hætti að snúa blinda auganu að þeim stórkostlega vanda sem ríkir þegar kemur að aðbúnaði og afkomu erlends verkafólks.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vinnumál

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár