Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svínað á þúsundum erlendra starfsmanna á Íslandi

Fjöldi út­lend­inga búa við slæm­ar að­stæð­ur og fá lægri laun en Ís­lend­ing­ar í sam­bæri­leg­um störf­um. Að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri ASÍ seg­ir sam­fé­lag­ið hunsa vanda­mál­ið.

Svínað á þúsundum erlendra starfsmanna á Íslandi

Íslenskir atvinnurekendur brjóta á þúsundum erlendra starfsmanna og ástandið er hunsað af yfirvöldum og samfélaginu. Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

Fjallað var um vinnumansal og slæma stöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði í fréttaþættinum Kveik á RÚV í gær. Í viðtölum við útlendinga kom fram að margir hafa verið hlunnfarnir, látnir búa við slæmar aðstæður og verið fengnir til landsins á fölskum forsendum. Þá hafi sumir verið látnir vinna fyrir lægri laun en Íslendingar í sama starfi.

Halldór segir ekkert hafa komið á óvart í þættinum. „Þarna eru nokkur ágæt dæmi um þá einbeittu brotastarfsemi sem við sjáum viðgangast á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu RÚV. „Það er mjög algengt að það sé verið að brjóta á þessum einstaklingum. Það er allt frá launaþjófnaði, bara klassískum, yfir í mjög einbeitta brotastarfsemi þar sem það er verið að vanvirða vinnuverndarreglur, okra á húsaleigu og taka alls konar gjöld af fólki. Og verstu tilfellin eru svo náttúrlega hreint mansal, því miður.“

Aldrei hafa fleiri útlendingar starfað á íslenskum markaði en nú. Tuttugu og fimm þúsund manns af öðrum þjóðernum vinna á Íslandi og hefur eftirspurnin verið mikil undanfarin ár. Þá hafa starfsmannaleigur aukið umsvif sín verulega.

„Það er lítill pólitískur áhugi eða skilningur á málinu,“ segir Halldór. „Það náttúrlega smitar þá inn í allt stjórnkerfið og síðan til alls almennings sem að einhvern veginn lokar svolítið augunum gagnvart þessari brotastarfsemi. Auðvitað eru til heiðarleg fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, sem betur fer, en þetta er allt of algengt. Þetta er svona ómenning sem þessi erlendu fyrirtæki komu með inn hérna fyrst og íslensk fyrirtæki hafa verið að taka upp. Við erum ekki að tala um tugi, við erum ekki að tala um hundruð, við erum að tala um þúsundir einstaklinga sem er einfaldlega verið að fara illa með og brjóta á.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár