Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svínað á þúsundum erlendra starfsmanna á Íslandi

Fjöldi út­lend­inga búa við slæm­ar að­stæð­ur og fá lægri laun en Ís­lend­ing­ar í sam­bæri­leg­um störf­um. Að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri ASÍ seg­ir sam­fé­lag­ið hunsa vanda­mál­ið.

Svínað á þúsundum erlendra starfsmanna á Íslandi

Íslenskir atvinnurekendur brjóta á þúsundum erlendra starfsmanna og ástandið er hunsað af yfirvöldum og samfélaginu. Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

Fjallað var um vinnumansal og slæma stöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði í fréttaþættinum Kveik á RÚV í gær. Í viðtölum við útlendinga kom fram að margir hafa verið hlunnfarnir, látnir búa við slæmar aðstæður og verið fengnir til landsins á fölskum forsendum. Þá hafi sumir verið látnir vinna fyrir lægri laun en Íslendingar í sama starfi.

Halldór segir ekkert hafa komið á óvart í þættinum. „Þarna eru nokkur ágæt dæmi um þá einbeittu brotastarfsemi sem við sjáum viðgangast á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu RÚV. „Það er mjög algengt að það sé verið að brjóta á þessum einstaklingum. Það er allt frá launaþjófnaði, bara klassískum, yfir í mjög einbeitta brotastarfsemi þar sem það er verið að vanvirða vinnuverndarreglur, okra á húsaleigu og taka alls konar gjöld af fólki. Og verstu tilfellin eru svo náttúrlega hreint mansal, því miður.“

Aldrei hafa fleiri útlendingar starfað á íslenskum markaði en nú. Tuttugu og fimm þúsund manns af öðrum þjóðernum vinna á Íslandi og hefur eftirspurnin verið mikil undanfarin ár. Þá hafa starfsmannaleigur aukið umsvif sín verulega.

„Það er lítill pólitískur áhugi eða skilningur á málinu,“ segir Halldór. „Það náttúrlega smitar þá inn í allt stjórnkerfið og síðan til alls almennings sem að einhvern veginn lokar svolítið augunum gagnvart þessari brotastarfsemi. Auðvitað eru til heiðarleg fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, sem betur fer, en þetta er allt of algengt. Þetta er svona ómenning sem þessi erlendu fyrirtæki komu með inn hérna fyrst og íslensk fyrirtæki hafa verið að taka upp. Við erum ekki að tala um tugi, við erum ekki að tala um hundruð, við erum að tala um þúsundir einstaklinga sem er einfaldlega verið að fara illa með og brjóta á.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu