Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svínað á þúsundum erlendra starfsmanna á Íslandi

Fjöldi út­lend­inga búa við slæm­ar að­stæð­ur og fá lægri laun en Ís­lend­ing­ar í sam­bæri­leg­um störf­um. Að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri ASÍ seg­ir sam­fé­lag­ið hunsa vanda­mál­ið.

Svínað á þúsundum erlendra starfsmanna á Íslandi

Íslenskir atvinnurekendur brjóta á þúsundum erlendra starfsmanna og ástandið er hunsað af yfirvöldum og samfélaginu. Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

Fjallað var um vinnumansal og slæma stöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði í fréttaþættinum Kveik á RÚV í gær. Í viðtölum við útlendinga kom fram að margir hafa verið hlunnfarnir, látnir búa við slæmar aðstæður og verið fengnir til landsins á fölskum forsendum. Þá hafi sumir verið látnir vinna fyrir lægri laun en Íslendingar í sama starfi.

Halldór segir ekkert hafa komið á óvart í þættinum. „Þarna eru nokkur ágæt dæmi um þá einbeittu brotastarfsemi sem við sjáum viðgangast á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu RÚV. „Það er mjög algengt að það sé verið að brjóta á þessum einstaklingum. Það er allt frá launaþjófnaði, bara klassískum, yfir í mjög einbeitta brotastarfsemi þar sem það er verið að vanvirða vinnuverndarreglur, okra á húsaleigu og taka alls konar gjöld af fólki. Og verstu tilfellin eru svo náttúrlega hreint mansal, því miður.“

Aldrei hafa fleiri útlendingar starfað á íslenskum markaði en nú. Tuttugu og fimm þúsund manns af öðrum þjóðernum vinna á Íslandi og hefur eftirspurnin verið mikil undanfarin ár. Þá hafa starfsmannaleigur aukið umsvif sín verulega.

„Það er lítill pólitískur áhugi eða skilningur á málinu,“ segir Halldór. „Það náttúrlega smitar þá inn í allt stjórnkerfið og síðan til alls almennings sem að einhvern veginn lokar svolítið augunum gagnvart þessari brotastarfsemi. Auðvitað eru til heiðarleg fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, sem betur fer, en þetta er allt of algengt. Þetta er svona ómenning sem þessi erlendu fyrirtæki komu með inn hérna fyrst og íslensk fyrirtæki hafa verið að taka upp. Við erum ekki að tala um tugi, við erum ekki að tala um hundruð, við erum að tala um þúsundir einstaklinga sem er einfaldlega verið að fara illa með og brjóta á.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár