Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svínað á þúsundum erlendra starfsmanna á Íslandi

Fjöldi út­lend­inga búa við slæm­ar að­stæð­ur og fá lægri laun en Ís­lend­ing­ar í sam­bæri­leg­um störf­um. Að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri ASÍ seg­ir sam­fé­lag­ið hunsa vanda­mál­ið.

Svínað á þúsundum erlendra starfsmanna á Íslandi

Íslenskir atvinnurekendur brjóta á þúsundum erlendra starfsmanna og ástandið er hunsað af yfirvöldum og samfélaginu. Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

Fjallað var um vinnumansal og slæma stöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði í fréttaþættinum Kveik á RÚV í gær. Í viðtölum við útlendinga kom fram að margir hafa verið hlunnfarnir, látnir búa við slæmar aðstæður og verið fengnir til landsins á fölskum forsendum. Þá hafi sumir verið látnir vinna fyrir lægri laun en Íslendingar í sama starfi.

Halldór segir ekkert hafa komið á óvart í þættinum. „Þarna eru nokkur ágæt dæmi um þá einbeittu brotastarfsemi sem við sjáum viðgangast á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu RÚV. „Það er mjög algengt að það sé verið að brjóta á þessum einstaklingum. Það er allt frá launaþjófnaði, bara klassískum, yfir í mjög einbeitta brotastarfsemi þar sem það er verið að vanvirða vinnuverndarreglur, okra á húsaleigu og taka alls konar gjöld af fólki. Og verstu tilfellin eru svo náttúrlega hreint mansal, því miður.“

Aldrei hafa fleiri útlendingar starfað á íslenskum markaði en nú. Tuttugu og fimm þúsund manns af öðrum þjóðernum vinna á Íslandi og hefur eftirspurnin verið mikil undanfarin ár. Þá hafa starfsmannaleigur aukið umsvif sín verulega.

„Það er lítill pólitískur áhugi eða skilningur á málinu,“ segir Halldór. „Það náttúrlega smitar þá inn í allt stjórnkerfið og síðan til alls almennings sem að einhvern veginn lokar svolítið augunum gagnvart þessari brotastarfsemi. Auðvitað eru til heiðarleg fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, sem betur fer, en þetta er allt of algengt. Þetta er svona ómenning sem þessi erlendu fyrirtæki komu með inn hérna fyrst og íslensk fyrirtæki hafa verið að taka upp. Við erum ekki að tala um tugi, við erum ekki að tala um hundruð, við erum að tala um þúsundir einstaklinga sem er einfaldlega verið að fara illa með og brjóta á.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár