Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

Ingi Rafn Ragn­ars­son, son­ur hins látna, seg­ir að það hafi reynst fjöl­skyld­unni erfitt að sitja und­ir róg­burði um föð­ur sinn í sveit­inni. Börn hans hafi sjálf mátt þola sinn skerf af per­sónu­árás­um í kjöl­far rétt­ar­hald­anna.

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

„Við systkinin höfum ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum,“ segir Ingi Rafn Ragnarsson,27 ára gamall  sonur Ragnar Lýðssonar sem lést á Gýgjarhóli  II um páskana eftir árás bróður síns. Dómur í málinu féll fyrr í dag þar sem bróðir Ragnars, Valur Lýðsson, var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi Ragnar til dauða. 

Börnum Ragnars var talsvert brugðið við dóminn, sem var mun vægari en þau áttu von á. „Miðað við alla ráðgjöf sem við höfðum fengið frá fólki sem þekkir til svona mála þá kom dómurinn sem var kveðinn upp í dag mjög á óvart. Refsingin er töluvert lægri en við höfðum ráðgert,“ segir Ingi Rafn. 

Ingi Rafn segir hins vegar að allt frá því að málið kom upp hafi verið uppi stöðugur rógburður um föður hans og fjölskyldu. „Ástæðan fyrir því að það er mikilvægt fyrir okkur að þetta komi fram er að það er ekki flugufótur fyrir þessum gróusögum sem ganga út á það að bæta almenningsálitið á föðurbróður mínum.“

Börnin sökuð um „skítlega hegðun“

Í sex mánuði hafi þau systkinin, börn hins látna, setið undir rógburði um föður sinn án þess að svara. Nú geti þau ekki orða bundist, þar sem þau séu sjálf orðin skotmark.

Ástæðuna rekja þau meðal annars til þess að systkinin fóru fram á að þinghald yrði opið. „Þá hófst herferðin gegn okkur af fullum þunga,“ segir Ingi Rafn og útskýrir hvað hann á við. „Það átti að hlífa okkur við því að sjá pabba hamflettan á myndum frá krufningu. Við vildum hafa þinghald opið til þess að fjölmiðlar yrðu á staðnum og myndu gera málinu þokkaleg skil. Vegna þess að í réttarhöldum komu fram sönnunargögn sem stangast á við það sem þetta fólk hefur verið að segja um föður okkar frá því um síðustu páska.

Til að kæfa þessar upplýsingar var í kjölfarið ráðist á okkur börnin með gróusögum um að við séum búin að sýna hinum ákærða skítlega hegðun. Það er allt gert til að láta hann líta skárr út,“ segir Ingi Rafn í samtali við Stundina.

Afneitun aðstandenda

„Allt frá því um páskana hefur fólk okkur nákomið haldið því fram að það hafi verið pabbi sem hafi sturlast. Hinn ákærði hefur reynt að ljúga því til fyrir dómi að hann hafi verið hættur að drekka frá áramótum en meira að segja bróðir hans sem var þarna þetta kvöld kannast ekki við það. Faðir minn átti að hafa pínt ofan í hann áfengi og séð um að hella í glösin. Það er fjarstæða fyrir alla sem þekkja til.

Hvað varðar þessar meiningar um að það hafi verið faðir minn sem varð brjálaður þá er augljóst af ummerkjum á vettvangi og legu fórnarlambsins að hann var á förum þegar árásin átti sér stað. Þess vegna hefur ákærði verið með hverja lygasöguna á fætur annarri til að sverta föður minn og þær eru orðnar svo margar að þær eru farnar að stangast á við hvor aðra.“

Fram til þessa hafi börnin ekki svarað slíkum rógburði, sem Ingi Rafn rekur meðal annars til æskuvinar föður síns og þeirra nánustu fjölskyldu. Hann telur að þeir sem komi þessum sögum af stað séu líklega að glíma við afneitun og eigi erfitt með að trúa því að hinn dæmdi hafi gengið fram með þessum hætti. „Það er alveg sama hvað hefur verið skrifað í fjölmiðlum um þetta mál virðist það ekki breyta neinu þó að það stangist beint á við sögusagnir þessa fólks. Þetta fólk virðist ekki geta trúað því að Valur hafi framið svona verknað. Aðrir eru í hreinni afneitun.“

Munu ekki gleyma þessu 

Fyrir vikið hafi fáir tekið afstöðu með börnunum. „Það vill gjarna verða þannig að þegar það er ákafur málflutningur öðru megin en þögn hinum megin þá halda aðrir að sér höndum og blandar sér ekki inn í þennan leðjuslag. Þeir sem vilja okkur ekki illt virðast ætla sér að bíða þar til allt er gengið yfir. Aðeins minnihluti fólksins í sveitinni tekur til varna fyrir okkur,“ segir Ingi Rafn.

Hann segir að ein ástæða þess að fjölskyldan hafi ekki svarað fyrir föður sinn fyrr sé vegna þess að þau vildu ekki hafa áhrif á dóminn. Þess í stað hafi þau viljað bíða þar til dómur væri fallinn. Nú sé dómur fallinn og þá geti þau sagt frá því hvernig þetta hafi verið. 

„Þó að það hafi verið erfitt þá höfum við grjóthaldið kjafti og ekki gert neitt undanfarna sex mánuði, að þessu undanskildu; Við sögðum frá því fyrir dómi að þetta fólk gæti ekki búist við því að við gleymum því hvernig búið er að fara með mannorð föður okkar í þessari herferð, ekki bara fyrir dómi heldur líka í samskiptum við fólk og innan sveitarinnar.“

Hér að neðan má lesa pistil sem Ingi Rafn skrifaði um þetta efni. 

Í ljósi fyrsta dóms yfir Vali Lýðssyni, ítrekaðra persónuárása og mannorðsmorðs

Bréf frá Inga Rafni Ragnarssyni, syni Ragnars Lýðssonar, sem myrtur var á Gýgjarhóli II um páskana. 

Þrátt fyrir að hálft ár sé að verða liðið frá við jörðuðum föður okkar höfum við systkinin ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum. Það skýrist að hluta til vegna yfirstandandi dómsmáls en að stærstum hluta er það vegna skipulagðrar áróðursherferðar, ærumeiðinga og lyga í garð föður míns, sem hófst stuttu fyrir útför.

„Fólk með snefil af heiðarleika og samkennd hefði sennilega beðist afsökunar, séð að sér eða dregið sig í hlé“

Í svona borðliggjandi morðmáli, þar sem öll sönnunargögn beinast að öðrum aðilanum og sýna sífellt betur hversu tilhæfulaus, gróf og óvænt árásin á föður okkar var, þá teldi fólk að það yrði frekar fámennur hópur sem kæmi saman til nauðvarnar og hæfi persónuárásir í garð fórnarlambsins. Því er ekki fyrir að fara í tilfelli okkar systkinanna. Stór hópur fólks úr Biskupstungum, okkar heimasveit, nokkrir gamlir vinir föður míns og megnið af föðurættingjum mínum (að frátöldum nokkrum sem eru teljandi á fingrum annarrar handar) hafa stundað grófar persónuárásir á æru föður míns. Jafnframt hafa þau algjörlega neitað að meðtaka sönnunargögnin, sem sýna hvert á fætur öðru hvernig atburðarásin var þetta örlagaríka kvöld. Sumir ættingjar okkar hafa látið sér nægja að týna til ýmsar ástæður fyrir því hvernig þetta væri Ragnari föður mínum að kenna og alls ekki við Val að sakast. Aðrir gengið töluvert lengra.

Hver sagan á fætur annarri hefur verið skipulega búin til og komið af stað til þess að sverta æru föður míns og staðreyndir og sannleiksgildi skipta þar engu og heldur ekki þau áhrif sem þetta hefur á okkur systkinin. Fólk með snefil af heiðarleika og samkennd hefði sennilega beðist afsökunar, séð að sér eða dregið sig í hlé þegar málstaðurinn fór versnandi og fjölmiðlar upplýstu almenning um staðreyndir málsins. Því er ekki heldur fyrir að fara í okkar tilviki því í stað þess að leyfa okkur systkinunum að þjást í friði þá er ákveðið að hefja persónulegar árásir á okkur.

Þrátt fyrir að margir hafi tekið að beita sér af fullum þunga við að sverta mannorð föður míns þá er rétt að nefna þá einstaklinga sem hófu árásina á okkur systkinin.

„Það vill þannig til að gamlir fjölskylduvinir okkar, hafa farið framarlega í mannorðsmorði föður okkar“

Það vill þannig til að gamlir fjölskylduvinir okkar, hafa farið framarlega í mannorðsmorði föður okkar. Þar sem um staðreynd er að ræða höfum við systkinin neitað að svo mikið sem heilsa þeim á förnum vegi undanfarna mánuði. Einn þeirra hefur þar að auki mætt ásamt fleirum í dómssal. Þar hefur hann stutt Val Lýðsson í þeirri vegferð sinni að þræta fyrir að hafa beitt föður minn ranglæti og hvað þá meira með sína sjálfsköpuðu áverka. Einu samskiptin sem við höfum átt við þennan mann undanfarna mánuði voru einföld orðaskipti í dómssal eftir seinni dag réttarhalda, þar sem þeim einstaklingum sem mættu til stuðnings Vals var bent á að stuðningur við morðingja föður okkar, sem og lygar og ærumeiðingar í garð föður míns, myndu aldrei gleymast.

Það kom okkur systkinunum því töluvert á óvart þegar við fengum veður af því að ákveðin hjón í sveitinni hafi lagst enn lægra (þrátt fyrir að við höfum ekki talið það mögulegt fram að þessu) og hafið persónulegar árásir á okkur systkinin. Þrátt fyrir samskiptaleysi í fleiri mánuði milli okkar og þeirra þá hafa þau kosið að útlista fyrir alþjóð að sökum hótana frá okkur systkinum þá séu þau orðin svo hrædd við okkur að nú íhugi þau að koma fyrir myndavélakerfi á bænum, ásamt fleiri vörnum.

Einu samskiptin sem við höfum átt við Val hafa verið fyrir utan réttasalinn þarsem hann gerði tilraun til þess að taka í hendurnar á okkur systkinunum og mökum okkar. Fyrr um daginn höfðum við hlustað á hann halda langa ræðu, uppfulla af lygum niður í minnstu smáatriði varðandi drykkju þeirra bræðra og annað sem að miklu leyti gekk út á hreinar lygar og einungis gert til að sverta persónu föður míns. Eftir að hafa hlustað á lygaboðskapinn og vandaða samræmingu á sjálfsköpuðum áverkum Vals og minniháttar lagfæringum á vettvangi kom ekki til greina að taka í hendina á honum. Þess í stað spurðum við systkinin hann hvort hann gerði sér grein fyrir því hvað hann væri búinn að gera, hann væri búinn að drepa pabba okkar og afa barnabarnanna. Svarið og viðbrögðin rímuðu algjörlega við það sem á undan hafði gengið í réttarhöldunum. Engin svipbrigði, það er eins og hann virtist ekki tengjast málinu andlega og hann svarar okkur á þann veg að best væri að öll okkar samskipti færu í gegn um lögfræðinga hér eftir.

„Þrátt fyrir þetta hafa aðstandendur okkar, pabba og Vals tekið að sér að bera það út hversu ofboðslega reið, hatursfull og vond við hefðum verið í samskiptum við Val“

Þetta eru okkar einu samskipti við Val síðan hann tók að sér að binda enda á tilvist föður okkar og eins af okkar besta vinar. Þrátt fyrir þetta hafa aðstandendur okkar, pabba og Vals tekið að sér að bera það út hversu ofboðslega reið, hatursfull og vond við hefðum verið í samskiptum við Val. Til þess að flugufótur væri fyrir þessum ásökunum þá hefðu nú að lágmarki þurft að vera einhver samskipti við Val. Ef eitthvað væri til í þessum spuna þá þykir þessu fólki samt óeðlilegt að við séum vond við manninn sem myrti föður okkar og gerir allt sem hann getur til að sviðsetja slagsmál og spinna hverja lygasöguna á fætur annarri til að sverta föður minn. Sumt af þessu fólki sem hefur haldið því fram að við höfum sýnt skítlegt eðli í garð Vals hefur gengið alla leið og stutt hann fyrir dómi og hreytt í okkur fúkyrðum eftir hentugleika. Þeim þykir greinilega rétt tímasetning til að ráðast á börn fórnalambsins þegar þau sitja undir myndasýningu þar sem faðir þeirra er hamflettur og dokað lengi við hverja mynd til að útskýra hrottafengið ofbeldið og afleiðingar þess.

Þetta er langt frá því að vera eina tilhæfulausa persónuárásin frá þessum varmennum gagnvart okkur systkinunum.

Því miður eru þau alls ekki einu einstaklingarnir sem hafa sýnt okkur systkinunum svona skítlega hegðun og komið slíkum sögusögnum af stað undanfarna mánuði. 

Hafi menn áhuga á að ræða þetta við mig þá er öllum það velkomið, það er ekki laust við að manni finnist komið nóg af því að sitja undir endalausum persónuárásum og rógburði.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár