Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mosh-pittar, pólskt rokk og skrásetning bataferlis

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 28. sept­em­ber til 11. októ­ber.

Mosh-pittar, pólskt rokk og skrásetning bataferlis

Cloud Rat, Logn, Börn, AMFJ

Hvar? Húrra
Hvenær? 28. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Tilfinninga- og kraftmikla mulningskjarnatryllingstríóið frá Michigan, Cloud Rat, heimsækir Ísland í fyrsta sinn. Auk þessara tónleika spilar sveitin líka 29. september á R6013 með Dead Herring, Dauðyflunum og Gröfum, og svo 30. september í Keilusal Akranesi með Godchilla og Hark. Búast má við mörgum og stórum mosh-pittum á öllum þrennum tónleikunum.

RIFF 2018

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 27. sept.–7. okt.
Aðgangseyrir: 16.900 kr.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík er haldin í 15. skiptið og eru kvikmyndir frá Eystrasaltslöndunum í sviðsljósinu í ár. Á hátíðinni er sérstök athygli lögð á heimildarmyndir og leiknar myndir sem láta sig sérstaklega varða mannréttindi, lífsgæði og umhverfismál. Meðal sérstakra heiðursgesta er danski leikarinn Mads Mikkelsen.

Fly Me to the Moon

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 28. sept.–11. nóvember
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Þetta leikrit fjallar um tvær kjarnakonur sem hafa alltaf þurft að hafa fyrir lífinu, en standa skyndilega frammi fyrir möguleikanum á að eignast svolítinn pening með auðveldum, en ólögmætum hætti. Leikkonurnar Anna Svava og Ólafía Hrönn eru í aðalhlutverki í þessum tvíleik eftir Marie Jones.

Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein?

Hvar? Hafnarhúsið og Kjarvalsstaðir
Hvenær? Til 30. september
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Á þessari sýningu er sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni. Verk eftir fimmtán listamenn eru til sýnis, en sýningin er tvískipt með söguleg verk á Kjarvalsstöðum og verk af 21. öldinni í Hafnarhúsi.

Kult

Hvar? Harpa
Hvenær? 30. september kl. 18.00
Aðgangseyrir: 9.990 kr.

Ein allra þekktasta hljómsveit Póllands, Kult, mun koma fram í fyrsta sinn á Íslandi. Fyrsta plata Kult kom út 1986 og hefur hljómsveitin spilað linnulaust síðan þá sína blöndu af pönkrokki, nýbylgju-hljómborðstónum, djössuðum saxófónleik og öðrum skrítnum hljóðum.

Véfréttir

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 6. október til 27. janúar
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Á sýningunni verður fjöldi úrvalinna verka úr myndröðinni Véfréttir (e. „Oracles“) sem Karl Einarsson Dunganon gerði við ljóðabálk sinn, Oracles of St. Kilda 1946–60, og telur um 250 verk. Myndefnið er fjölbreytt, meðal annars ýmiss konar dýr og furðuverur, spúandi eldfjöll, fagrar konur og fengsælir veiðimenn. Verkin eru öll svipuð að stærð, unnin á pappír með fjölbreyttri gerð lita og lökkuð. 

Abraham Brody

Hvar? Mengi
Hvenær? 6. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Framúrstefnutónskáldið og söngvarinn Brody spilaði á Listahátíð Reykjavíkur í sumar og tók upp nýja plötu sína í Gróðurhúsinu hljóðveri í Reykjavík. Í hljóðheimi hans blandar Brody klassískum tónstefum við tilkomumikla raftónlist, en hann sækir mikinn innblástur til goðsagna heimalands síns, Litháens. Platan „Crossings“ kemur út í nóvember, en hann mun spila efni af henni á þessum tónleikum.

EMILIE

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 19. nóvember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í bataferlinu eftir krabbamein í sogæðakerfinu vann ljósmyndarinn Emilie Dalum að ljósmyndaseríu sem samanstendur af ljósmyndum sem hún tók á fimm mánaða tímabili á meðan hún gekkst undir lyfjameðferð. Áhersla Emilie er á viðfangsefnið fremur en lokaafurðina sem leiðir af sér að myndbyggingin í verkum hennar er stundum skæld eða stuttaraleg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár