Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mosh-pittar, pólskt rokk og skrásetning bataferlis

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 28. sept­em­ber til 11. októ­ber.

Mosh-pittar, pólskt rokk og skrásetning bataferlis

Cloud Rat, Logn, Börn, AMFJ

Hvar? Húrra
Hvenær? 28. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Tilfinninga- og kraftmikla mulningskjarnatryllingstríóið frá Michigan, Cloud Rat, heimsækir Ísland í fyrsta sinn. Auk þessara tónleika spilar sveitin líka 29. september á R6013 með Dead Herring, Dauðyflunum og Gröfum, og svo 30. september í Keilusal Akranesi með Godchilla og Hark. Búast má við mörgum og stórum mosh-pittum á öllum þrennum tónleikunum.

RIFF 2018

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 27. sept.–7. okt.
Aðgangseyrir: 16.900 kr.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík er haldin í 15. skiptið og eru kvikmyndir frá Eystrasaltslöndunum í sviðsljósinu í ár. Á hátíðinni er sérstök athygli lögð á heimildarmyndir og leiknar myndir sem láta sig sérstaklega varða mannréttindi, lífsgæði og umhverfismál. Meðal sérstakra heiðursgesta er danski leikarinn Mads Mikkelsen.

Fly Me to the Moon

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 28. sept.–11. nóvember
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Þetta leikrit fjallar um tvær kjarnakonur sem hafa alltaf þurft að hafa fyrir lífinu, en standa skyndilega frammi fyrir möguleikanum á að eignast svolítinn pening með auðveldum, en ólögmætum hætti. Leikkonurnar Anna Svava og Ólafía Hrönn eru í aðalhlutverki í þessum tvíleik eftir Marie Jones.

Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein?

Hvar? Hafnarhúsið og Kjarvalsstaðir
Hvenær? Til 30. september
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Á þessari sýningu er sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni. Verk eftir fimmtán listamenn eru til sýnis, en sýningin er tvískipt með söguleg verk á Kjarvalsstöðum og verk af 21. öldinni í Hafnarhúsi.

Kult

Hvar? Harpa
Hvenær? 30. september kl. 18.00
Aðgangseyrir: 9.990 kr.

Ein allra þekktasta hljómsveit Póllands, Kult, mun koma fram í fyrsta sinn á Íslandi. Fyrsta plata Kult kom út 1986 og hefur hljómsveitin spilað linnulaust síðan þá sína blöndu af pönkrokki, nýbylgju-hljómborðstónum, djössuðum saxófónleik og öðrum skrítnum hljóðum.

Véfréttir

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 6. október til 27. janúar
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Á sýningunni verður fjöldi úrvalinna verka úr myndröðinni Véfréttir (e. „Oracles“) sem Karl Einarsson Dunganon gerði við ljóðabálk sinn, Oracles of St. Kilda 1946–60, og telur um 250 verk. Myndefnið er fjölbreytt, meðal annars ýmiss konar dýr og furðuverur, spúandi eldfjöll, fagrar konur og fengsælir veiðimenn. Verkin eru öll svipuð að stærð, unnin á pappír með fjölbreyttri gerð lita og lökkuð. 

Abraham Brody

Hvar? Mengi
Hvenær? 6. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Framúrstefnutónskáldið og söngvarinn Brody spilaði á Listahátíð Reykjavíkur í sumar og tók upp nýja plötu sína í Gróðurhúsinu hljóðveri í Reykjavík. Í hljóðheimi hans blandar Brody klassískum tónstefum við tilkomumikla raftónlist, en hann sækir mikinn innblástur til goðsagna heimalands síns, Litháens. Platan „Crossings“ kemur út í nóvember, en hann mun spila efni af henni á þessum tónleikum.

EMILIE

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 19. nóvember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í bataferlinu eftir krabbamein í sogæðakerfinu vann ljósmyndarinn Emilie Dalum að ljósmyndaseríu sem samanstendur af ljósmyndum sem hún tók á fimm mánaða tímabili á meðan hún gekkst undir lyfjameðferð. Áhersla Emilie er á viðfangsefnið fremur en lokaafurðina sem leiðir af sér að myndbyggingin í verkum hennar er stundum skæld eða stuttaraleg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár