Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir

Ein­ung­is 6% allra íbúa­við­skipta í Reykja­vík á fyrstu sjö mán­uð­um þessa árs voru vegna ný­bygg­inga. Sér­stak­ur skort­ur er á ódýr­um íbúð­um sam­kvæmt hag­deild Íbúðalána­sjóðs.

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir
Reykjavík dýrust Nýjar íbúðir kosta að meðaltali 51 milljón króna í Reykjavík. Verð á öðrum íbúðum er að meðaltali 46 milljónir.

Ný greining hagdeildar Íbúðalánasjóðar sýnir fram á að 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði í ár voru vegna nýbygginga. Í Reykjavík voru einungis 6% íbúðaviðskipta vegna nýrra íbúða, á meðan tölur í Garðabæ voru 56% hlutfall nýrra íbúða.

Nýbyggðar íbúðir eru minni samanbornar við aðrar íbúðir á markaði og telja færri herbergi. Á Akureyri eru minnstu íbúðirnar miðað við aðrar íbúðir í bænum, um 82 fermetrar að stærð eða 38 fermetrum minni en aðrar seldar íbúðir. 

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir, en verð annarra íbúða eru að meðaltali 46 milljónir. Fermetraverð á nýjum íbúðum í Reykjavík er 32% hærra en aðrar íbúðir á svæðinu. 

Sérstakur skortur er á íbúðum á verði sem almenningur ræður við samkvæmt greiningunni. Framboð íbúða hentar ekki þeim sem hafa lítið eigið fé til íbúðakaupa. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu