Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir

Ein­ung­is 6% allra íbúa­við­skipta í Reykja­vík á fyrstu sjö mán­uð­um þessa árs voru vegna ný­bygg­inga. Sér­stak­ur skort­ur er á ódýr­um íbúð­um sam­kvæmt hag­deild Íbúðalána­sjóðs.

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir
Reykjavík dýrust Nýjar íbúðir kosta að meðaltali 51 milljón króna í Reykjavík. Verð á öðrum íbúðum er að meðaltali 46 milljónir.

Ný greining hagdeildar Íbúðalánasjóðar sýnir fram á að 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði í ár voru vegna nýbygginga. Í Reykjavík voru einungis 6% íbúðaviðskipta vegna nýrra íbúða, á meðan tölur í Garðabæ voru 56% hlutfall nýrra íbúða.

Nýbyggðar íbúðir eru minni samanbornar við aðrar íbúðir á markaði og telja færri herbergi. Á Akureyri eru minnstu íbúðirnar miðað við aðrar íbúðir í bænum, um 82 fermetrar að stærð eða 38 fermetrum minni en aðrar seldar íbúðir. 

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir, en verð annarra íbúða eru að meðaltali 46 milljónir. Fermetraverð á nýjum íbúðum í Reykjavík er 32% hærra en aðrar íbúðir á svæðinu. 

Sérstakur skortur er á íbúðum á verði sem almenningur ræður við samkvæmt greiningunni. Framboð íbúða hentar ekki þeim sem hafa lítið eigið fé til íbúðakaupa. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár