Ný greining hagdeildar Íbúðalánasjóðar sýnir fram á að 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði í ár voru vegna nýbygginga. Í Reykjavík voru einungis 6% íbúðaviðskipta vegna nýrra íbúða, á meðan tölur í Garðabæ voru 56% hlutfall nýrra íbúða.
Nýbyggðar íbúðir eru minni samanbornar við aðrar íbúðir á markaði og telja færri herbergi. Á Akureyri eru minnstu íbúðirnar miðað við aðrar íbúðir í bænum, um 82 fermetrar að stærð eða 38 fermetrum minni en aðrar seldar íbúðir.
Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir, en verð annarra íbúða eru að meðaltali 46 milljónir. Fermetraverð á nýjum íbúðum í Reykjavík er 32% hærra en aðrar íbúðir á svæðinu.
Sérstakur skortur er á íbúðum á verði sem almenningur ræður við samkvæmt greiningunni. Framboð íbúða hentar ekki þeim sem hafa lítið eigið fé til íbúðakaupa.
Athugasemdir