Miðvikudaginn 12. september síðastliðinn voru settar upp gjaldtökuvélar við salernisaðstöðu verslunar N1 í Borgarnesi. Þegar þær verða teknar í notkun munu viðskiptavinir sem versla í búðinni fá miða sem þeir nota til að komast inn á salernið, og þeir sem hafa viðskiptavinakort N1 geta einnig notað það til að fá aðgang. Þeir einstaklingar sem ætla ekki að versla við búðina geta greitt fyrir stakan aðgang að salerninu með greiðslukorti eða reiðufé. Stakur aðgangur að salerninu mun í upphafi kosta 100 krónur.
Vegna tæknilegra örðugleika var ákveðið að taka hliðin niður tímabundið og eru áform um að setja þau upp aftur um þessi mánaðamót. Gjaldtökuhliðið, þegar það verður komið í notkun, verður hið fyrsta í verslunum N1 á landinu.
Íslenskir viðskiptavinir ósáttir
Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar létu margir í ljós óánægju sína með gjaldhliðið eftir að það var …
Athugasemdir