Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Guðmundur í Brimi grunaður um alvarleg brot á samkeppnislögum

Meint brot fel­ast í því að Guð­mund­ur Kristjáns­son sett­ist í stól for­stjóra HB Granda á sama tíma og hann var að­aleig­andi Brims auk þess sem hann sat í stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar.

Guðmundur í Brimi grunaður um alvarleg brot á samkeppnislögum
Grunaður um samkeppnislagabrot Samkeppniseftirlitið telur í frummatsskýrslu að Guðmundur í Brimi gæti verið sekur um margþætt og alvarleg brot á samkeppnislögum.

Reynist frummatsskýrsla Samkeppniseftirlitsins á rökum reist hefur Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður og aðaleigandi Brims og HB Granda, gerst sekur um alvarleg brot á samkeppnislögum. Felast möguleg brot í því að Guðmundur hafi tekið við sem forstjóri HB Granda á sama tíma og hann sé aðaleigandi Brims og sömuleiðir að Guðmundur hafi setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á sama tíma.

Fréttablaðið greinir frá þessu. Í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að varhugavert sé í samkeppnislegu tilliti að aðili sem eigi allt hlutafé í félagi, Brimi í þessu tilviki, sé jafnframt forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í þriðja félaginu sem einnig sé umsvifamikið í útgerð. Guðmundur tók við sem forstjóri HB Granda í vor eftir að hann eignaðist 34 prósenta hlut í fyrirtækinu með kaupum Brims í því 4. maí síðastliðinn.

Auk þessara mögulegu brota telur Samkeppniseftirlitið einnig að þegar Brim keypti í HB Granda hafi tilkynningarskyldur samruni átt sér stað. Hann hafi ekki verið tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins. Hið sama kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist útgerðarfyrirtækið Ögurvík sumarið 2016.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár