Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Trúnaður ríki um ráðgjöf sem ráðherrar fá vegna siðareglna

Gagn­sæi um sið­ferði­lega ráð­gjöf er tal­ið geta „kom­ið í veg fyr­ir að emb­ætt­is­menn leiti sér slíkr­ar ráð­gjaf­ar þeg­ar á þarf að halda,“ seg­ir skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Styrk­ing máls­hraða­ákvæð­is upp­lýs­ingalaga er til skoð­un­ar.

Trúnaður ríki um ráðgjöf sem ráðherrar fá vegna siðareglna

Stjórnvöld munu fá sérstaka heimild til að neita almenningi um upplýsingar er varða ráðgjöf sem ráðherrar og aðrir embættismenn fá um siðareglur og framfylgd þeirra. Þetta er á meðal þess sem lagt verður til í fyrirhuguðu frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum. Fyrir vikið yrði leynd yfir upplýsingum á borð við þær sem hér er að finna.

„Þessi áform eiga rætur að rekja til ábendinga GRECO í fimmtu úttekt samtakanna á Íslandi, sem beindist m.a. að vörnum gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds (sjá efnisgrein nr. 47 í skýrslunni),“ segir Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri löggjafarmála hjá forsætisráðuneytinu, í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Ráðuneytið hefur túlkað gildandi upplýsingalög þannig að veita verði almenningi aðgang að upplýsingum um ráðgjöf um siðareglur og veitti fjölmiðlum til dæmis slíkan aðgang í kjölfar fyrirspurnar á Alþingi. Mat GRECO og niðurstaða starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu byggja hins vegar á sjónarmiðum um að þetta fyrirkomulag geti komið í veg fyrir að embættismenn leiti sér slíkrar ráðgjafar þegar á þarf að halda.“

Stefnt er að því að frumvarp til breytinga á upplýsingalögum verði lagt fyrir Alþingi í febrúar næstkomandi. Efni þess er lýst með eftirfarandi hætti í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem birt hefur verið á stjórnarráðsvefnum: Einföldun og samræming (orðalag lagfært og tilvísanir til laganna í öðrum lögum uppfærðar, lög um upplýsingarétt um umhverfismál felld niður og ákvæðum þeirra bætt við upplýsingalög). Gildissvið útvíkkað þannig að nái til stjórnsýslu Alþingis og dómstóla í tengslum við fyrirhugaða fullgildingu á samningi Evrópuráðsins um aðgang að opinberum upplýsingum. Bætt við heimild til að takmarka upplýsingarétt almennings hvað varðar upplýsingar um ráðgjöf um siðareglur og fleira.

Lýsingin samrýmist vel tillögum sem fram komu í nýlegri skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar er lagt til að gildissvið upplýsingaréttar nái til handhafa löggjafarvalds og dómsvalds, lagaákvæði um upplýsingarétt um umhverfismál verði færð inn í hin almennu upplýsingalög og að mælt verði fyrir um „heimild til að virða trúnað um ráðleggingar þar til bærra aðila til opinberra starfsmanna um siðareglur og skyld efni“. 

Starfshópurinn lagði einnig til að lögfestur yrði hámarkstími afgreiðslu á upplýsingabeiðnum með sams konar hætti og gert hefur verið í lögum um endurnot opinberra upplýsinga. Ekki er minnst á slíkar lagabreytingar í þingmálaskránni. Páll Þórhallsson bendir á að í þingmálaskránni birtist ekki tæmandi upptalning á fyrirhuguðum breytingum. „Hámarkstími afgreiðslu beiðni um upplýsingar er eitt af þeim atriðum sem mun koma til skoðunar,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár