Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stefnumál Flokks fólksins myndi kosta hið opinbera 150 milljarða

Tekju­skatt­ur myndi skila rík­is­sjóði 100 millj­örð­um lægri tekj­um ef skatt­leys­is­mörk­in yrðu hækk­uð upp í 300 þús­und krón­ur á mán­uði. Flokk­ur fólks­ins hvatti til slíkra skatt­breyt­inga í að­drag­anda síð­ustu þing­kosn­inga. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið svar­aði fyr­ir­spurn um kostn­að­inn.

Stefnumál Flokks fólksins myndi kosta hið opinbera 150 milljarða
Guðmundur Ingi Kristinsson er þingmaður Flokks fólksins og Inga Sæland er formaður hreyfingarinnar. Mynd: Alþingi

Hækkun skattleysismarka atvinnutekna upp í 300 þúsund krónur á mánuði hefði skert tekjur hins opinbera um 149,3 milljarða króna miðað við skattstofn síðasta árs. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanns Flokks fólksins.

Flokkur fólksins talaði fyrir því í aðdraganda síðustu þingkosninga að persónuafsláttur yrði hækkaður svo tryggja mætti 300 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu á mánuði. Um var að ræða fyrsta málið af fimm „áhersluatriðum Flokks fólksins fyrir alþingiskosningar 2017“ sem kynnt voru á vef flokksins. Þá birti Guðmundur Ingi pistil með yfirskriftinni „300 þúsund krónur í laun eftir skatt strax“. 

Til þess að atvinnutekjur ársins 2017 upp að 300 þúsund krónum á mánuði hefðu verið lausar við tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til lögboðins 4% iðgjalds launþega í lífeyrissjóð, hefði persónuafsláttur þurft að vera 106.387 krónur á mánuði. 

„Það hefði að öðru óbreyttu skert tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga um 149,3 milljarða kr. Þar af hefðu 100,4 milljarðar kr. verið vegna lækkunar tekjuskatts og 48,9 milljarðar kr. vegna greiðslu útsvars frá ríki til sveitarfélaga,“ segir í svari ráðuneytisins. 

Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu eru rúmlega 90 milljarðar samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs og fjárstuðningur við öryrkja og aldraðra er samtals um 140 milljarðar.

Myndi veikja skattstofninn umtalsvert

„Álagning tekjuskatts einstaklinga á tekjur ársins 2017 nam samtals 168,6 milljörðum kr. Tekjuskattur einstaklinga hefði því rýrnað um 89%. Þeim sem ekki greiða neinn tekjuskatt eða útsvar mundi fjölga úr rúmlega 42 þúsund í 119 þúsund. Þeim sem ekki greiða ríkissjóði neinn tekjuskatt mundi fjölga úr 78 þúsund í 171 þúsund. Þeim sem greiða tekjuskatt til ríkisins mundi að sama skapi fækka úr 220 þúsund í 126 þúsund eða um 42%.“ 

Komið hafa fram hugmyndir um að tekjutengja persónuafslátt og láta hann fjara út eftir að ákveðnu hámarki tekna er náð. Guðmundur Ingi spyr við hvaða tekjumörk persónuafslátturinn þyrfti að fjara út „til að fyrrgreind breyting [þ.e. hækkun persónuafsláttarins] kosti ríkið ekkert“.  

Í svari ráðuneytisins er sett fram sviðsmynd þar sem skerðing persónuafsláttarins hefst strax við skattleysismörkin og miðast við 40,75 prósenta skerðingu upp að 561.072 krónum þegar persónuafslátturinn myndi hafa fjarað alveg út. „Á bilinu 300.000–561.072 kr. væri 77,69% jaðarskattur, en við álagningu 2018 voru 107.237 framteljendur með tekjuskattsstofn á því bili. Það þýðir að 77,69% af hverri krónu í tekjuskattsstofn sem unnið er fyrir á því tekjubili renna í ríkissjóð, en einungis 22,31% til launþegans,“ segir í svari ráðuneytisins. „Þó að jafnstaða næðist við slíkt fyrirkomulag ykjust álögur á launþega um 33,7 milljarða kr. sem færast til sveitarfélaganna í formi persónuafsláttar til útsvars frá ríkinu. Álögur á launþega með meira en 300.000 kr. í tekjuskattsskyldar tekjur á mánuði ykjust þannig um 183 milljarða kr. á ársgrundvelli.“

Hár jaðarskattur drægi úr vinnuhvata

Bent er á að þótt fyrirkomulagið komi út á sléttu samkvæmt kyrrstöðulíkani fjármálaráðuneytisins hefði svona hár jaðarskattur gríðarlega neikvæð áhrif á vinnuframlag. Útreikningarnir taki ekki mið af því. 

„Það þýddi að tekjur ríkissjóðs í raun væru umtalsvert lægri en sem hér segir. Þar sem þetta dæmi miðar við lægstu mögulegu mánaðartekjurnar til að hefja skerðingu persónuafsláttar er ljóst að allar aðrar sviðsmyndir leiddu af sér enn hærri jaðarskatt fyrir þá aðila sem hafa mánaðartekjur á bilinu frá skattleysismörkum og upp að þeim tekjum þar sem persónuafsláttur nær núll krónum. Slíkt hefði í för með sér enn neikvæðari áhrif á vinnuframlag. Engan veginn er hægt að ganga út frá því að auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulægri en minni tekjur hinna tekjuhærri mundu leiða af sér jafnar tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum, svo sem virðisaukaskatti og vörugjöldum. Þannig er hægt að segja með þónokkurri vissu að ekki sé til nokkur sú nálgun sem skilaði ríkissjóði jafnstöðu miðað við gefnar forsendur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár