Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stefnumál Flokks fólksins myndi kosta hið opinbera 150 milljarða

Tekju­skatt­ur myndi skila rík­is­sjóði 100 millj­örð­um lægri tekj­um ef skatt­leys­is­mörk­in yrðu hækk­uð upp í 300 þús­und krón­ur á mán­uði. Flokk­ur fólks­ins hvatti til slíkra skatt­breyt­inga í að­drag­anda síð­ustu þing­kosn­inga. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið svar­aði fyr­ir­spurn um kostn­að­inn.

Stefnumál Flokks fólksins myndi kosta hið opinbera 150 milljarða
Guðmundur Ingi Kristinsson er þingmaður Flokks fólksins og Inga Sæland er formaður hreyfingarinnar. Mynd: Alþingi

Hækkun skattleysismarka atvinnutekna upp í 300 þúsund krónur á mánuði hefði skert tekjur hins opinbera um 149,3 milljarða króna miðað við skattstofn síðasta árs. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanns Flokks fólksins.

Flokkur fólksins talaði fyrir því í aðdraganda síðustu þingkosninga að persónuafsláttur yrði hækkaður svo tryggja mætti 300 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu á mánuði. Um var að ræða fyrsta málið af fimm „áhersluatriðum Flokks fólksins fyrir alþingiskosningar 2017“ sem kynnt voru á vef flokksins. Þá birti Guðmundur Ingi pistil með yfirskriftinni „300 þúsund krónur í laun eftir skatt strax“. 

Til þess að atvinnutekjur ársins 2017 upp að 300 þúsund krónum á mánuði hefðu verið lausar við tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til lögboðins 4% iðgjalds launþega í lífeyrissjóð, hefði persónuafsláttur þurft að vera 106.387 krónur á mánuði. 

„Það hefði að öðru óbreyttu skert tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga um 149,3 milljarða kr. Þar af hefðu 100,4 milljarðar kr. verið vegna lækkunar tekjuskatts og 48,9 milljarðar kr. vegna greiðslu útsvars frá ríki til sveitarfélaga,“ segir í svari ráðuneytisins. 

Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu eru rúmlega 90 milljarðar samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs og fjárstuðningur við öryrkja og aldraðra er samtals um 140 milljarðar.

Myndi veikja skattstofninn umtalsvert

„Álagning tekjuskatts einstaklinga á tekjur ársins 2017 nam samtals 168,6 milljörðum kr. Tekjuskattur einstaklinga hefði því rýrnað um 89%. Þeim sem ekki greiða neinn tekjuskatt eða útsvar mundi fjölga úr rúmlega 42 þúsund í 119 þúsund. Þeim sem ekki greiða ríkissjóði neinn tekjuskatt mundi fjölga úr 78 þúsund í 171 þúsund. Þeim sem greiða tekjuskatt til ríkisins mundi að sama skapi fækka úr 220 þúsund í 126 þúsund eða um 42%.“ 

Komið hafa fram hugmyndir um að tekjutengja persónuafslátt og láta hann fjara út eftir að ákveðnu hámarki tekna er náð. Guðmundur Ingi spyr við hvaða tekjumörk persónuafslátturinn þyrfti að fjara út „til að fyrrgreind breyting [þ.e. hækkun persónuafsláttarins] kosti ríkið ekkert“.  

Í svari ráðuneytisins er sett fram sviðsmynd þar sem skerðing persónuafsláttarins hefst strax við skattleysismörkin og miðast við 40,75 prósenta skerðingu upp að 561.072 krónum þegar persónuafslátturinn myndi hafa fjarað alveg út. „Á bilinu 300.000–561.072 kr. væri 77,69% jaðarskattur, en við álagningu 2018 voru 107.237 framteljendur með tekjuskattsstofn á því bili. Það þýðir að 77,69% af hverri krónu í tekjuskattsstofn sem unnið er fyrir á því tekjubili renna í ríkissjóð, en einungis 22,31% til launþegans,“ segir í svari ráðuneytisins. „Þó að jafnstaða næðist við slíkt fyrirkomulag ykjust álögur á launþega um 33,7 milljarða kr. sem færast til sveitarfélaganna í formi persónuafsláttar til útsvars frá ríkinu. Álögur á launþega með meira en 300.000 kr. í tekjuskattsskyldar tekjur á mánuði ykjust þannig um 183 milljarða kr. á ársgrundvelli.“

Hár jaðarskattur drægi úr vinnuhvata

Bent er á að þótt fyrirkomulagið komi út á sléttu samkvæmt kyrrstöðulíkani fjármálaráðuneytisins hefði svona hár jaðarskattur gríðarlega neikvæð áhrif á vinnuframlag. Útreikningarnir taki ekki mið af því. 

„Það þýddi að tekjur ríkissjóðs í raun væru umtalsvert lægri en sem hér segir. Þar sem þetta dæmi miðar við lægstu mögulegu mánaðartekjurnar til að hefja skerðingu persónuafsláttar er ljóst að allar aðrar sviðsmyndir leiddu af sér enn hærri jaðarskatt fyrir þá aðila sem hafa mánaðartekjur á bilinu frá skattleysismörkum og upp að þeim tekjum þar sem persónuafsláttur nær núll krónum. Slíkt hefði í för með sér enn neikvæðari áhrif á vinnuframlag. Engan veginn er hægt að ganga út frá því að auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulægri en minni tekjur hinna tekjuhærri mundu leiða af sér jafnar tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum, svo sem virðisaukaskatti og vörugjöldum. Þannig er hægt að segja með þónokkurri vissu að ekki sé til nokkur sú nálgun sem skilaði ríkissjóði jafnstöðu miðað við gefnar forsendur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár