Ég er matreiðslumaður í grunninn en fyrir nokkrum árum vatt ég mínu kvæði í kross og fór í háskólann að læra þjóðfræði. En maturinn fylgdi mér og nú fæst ég við matarrannsóknir, velti fyrir mér sögu matar og matseldar.
Ég er nefnilega í meistaranámi í þjóðfræði meðfram vinnu hér í Safnahúsinu. Ég byrjaði að vinna hér fyrir tveimur árum, eftir að ég kláraði BA-nám í þjóðfræðinni. Hér vinna þjóðfræðingar, kvikmyndafræðingur, bókmenntafræðingur, miðaldafræðingur og myndlistarmenn meðal annnars. Þetta er æðislegur staður, bæði til að vinna á og læra á. Hér er góð orka og góð þögn líka.
Ég fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði til að vinna þjóðfræðiverkefni sem snýst um það hvað við lærum um hvert annað í gegnum mat. Hvernig við kynnum okkur með mat. Hugmyndin kom þegar ég var á mínum uppáhaldsveitingastað, Mandí í Veltusundi. Veitingamennirnir þar eru frægir fyrir það hversu opnir, hressir og skemmtilegir þeir eru. Ég ákvað …
Athugasemdir