Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Auglýsing vekur athygli: Konum boðið frítt húsnæði fyrir að veita félagsskap

Karl­mað­ur í Reykja­vík aug­lýsti eft­ir fé­lags­skap konu og bauð hús­næði í því skyni. „Ég er ekki að leita eft­ir neinu vændi eða kyn­lífs­greið­um enda þoli ég ekki svo­leið­is, en þú verð­ur þó að vera mjög mynd­ar­leg og áreið­an­leg­ur ein­stak­ling­ur.“

Auglýsing vekur athygli: Konum boðið frítt húsnæði fyrir að veita félagsskap

Borið hefur á því undanfarin ár að konum í húsnæðisvanda sé boðið húsaskjól í skiptum fyrir kynlíf. Fjallað hefur verið um slík dæmi í fjölmiðlum og haft var eftir verkefnastjóra Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í fyrra að þrengingar á húsnæðismarkaði og bág staða leigjenda sköpuðu kjöraðstæður fyrir vændiskaupendur sem vildu nýta sér neyð annarra.

Vandinn á sér fleiri birtingarmyndir. Í nótt birti maður á miðjum aldri auglýsingu á Bland.is sem beint var sérstaklega til kvenna, þar sem þeim er boðið að búa í húsnæði hans án þess að greiða leigu. Sagðist hann ekki vera á höttunum eftir peningagreiðslum heldur einvörðungu félagsskap. Hugsanlega kynlífi en ekkert endilega, enda hefði hann óbeit á vændi.

„Ég er ekki að þessu til að græða, ég er eingöngu að óska eftir traustum félagsskap“

„Ég rukka ekki um neina leigu enda er slíkt bannað í þessari félagslegri íbúð sem að ég bý í, en ég tel eða veit að það er ekki hægt að neita mér um að hafa félagsskap í íbúðinni minni. Ég er ekki að þessu til að græða, ég er eingöngu að óska eftir traustum félagsskap þar sem að ég er orðinn töluvert einmana,“ skrifaði hann. „Ég er ekki að leita eftir neinu vændi eða kynlífsgreiðum enda þoli ég ekki svoleiðis, en þú verður þó að vera mjög myndarleg og áreiðanlegur einstaklingur.“ 

Sagðist maðurinn sjálfur vera „mjög persónulegur, hreinskilinn, vinalegur, hress, traustur og jákvæður“ og óska eftir konu sem hefði sömu kosti að bera. „Þar sem að reglur félagsbústaða heimila ekki að ég leigi íbúðina mína, þá óska ég bara eftir konu til að búa með, hvort sem að um kynlíf er að ræða eða ekki. En ég tek það mjög skýrt fram vegna þess hve mikla sjálfsvirðingu ég hef, þá kem ég aldrei til með að kaupa mér kynlífsgreiða.“

Auglýsandinn vildi ekki ræða málið nánar þegar Stundin hafði samband við hann. Auglýsing hans hefur nú verið fjarlægð af Bland.is. Hún hafði hins vegar vakið mikla athygli og verið opnuð fimmtán þúsund sinnum áður en hún hvarf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár