Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill útiloka óbólusett börn frá leikskólum borgarinnar

Hild­ur Björns­dótt­ir hef­ur áhyggj­ur af fjölg­un misl­inga­til­fella í Evr­ópu og vill bregð­ast við með því að banna óbólu­sett­um börn­um að sækja leik­skóla í borg­inni.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill útiloka óbólusett börn frá leikskólum borgarinnar

„Ég er almennt ekki fylgjandi boðum og bönnum, en ég tel ástæðu til að bregðast við hættunni,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem boðar að hún muni leggja fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um að börn, sem ekki eru bólusett, fái ekki leikskólavist, nema með einstökum undantekningum.

Ástæðan er að mislingatilfellum hefur fjölgað verulega í Evrópu á árinu 2018. Fyrstu sex mánuði ársins létust minnst 37 manns af völdum mislinga í álfunni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað í Serbíu, eða 14.

„Ég mun flytja tillöguna í borgarstjórn.“

„Mér finnst rétt að Reykjavíkurborg geri almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla borgarinnar (með einstaka undantekningum). Margar Evrópuþjóðir hafa brugðið á sama ráð. Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi er ekki viðunandi að mati sóttvarnarlæknis. Minnki þátttaka enn frekar má búast við að hérlendis fari að breiðast út sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Mislingar eru sérstakt áhyggjuefni en samkvæmt WHO hafa mislingar náð gífurlegri útbreiðslu í Evrópu síðustu tvö ár,“ skrifar Hildur á Facebook-síðu sína.

Sóttvarnarlæknir hefur tekið fram að höfnun á bólusetningum sé „fremur sjaldgæf hér á landi“. „Miklu algengara er að skoðun í ung- og smábarnavernd falli niður af óljósum orsökum. Á undanförnu ári hefur verið lagt í vinnu við að auðvelda heilsugæslustöðvum að fylgjast með stöðu mála hjá þeim börnum sem eru skráð á stöðina og gefur það tækifæri til að kalla inn börn sem ekki hafa mætt í skoðun. Frekari úrbætur eru í undirbúningi til að auðvelda skráningu og fleira,“ sagði í yfirlýsingu frá sóttvarnalækni í júlí síðastliðnum. 

Hildur tekur fram að tillaga um útilokun óbólusettra barna frá leikskóla verði lögð fram á næstunni. „Ég mun flytja tillöguna í borgarstjórn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár