Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill útiloka óbólusett börn frá leikskólum borgarinnar

Hild­ur Björns­dótt­ir hef­ur áhyggj­ur af fjölg­un misl­inga­til­fella í Evr­ópu og vill bregð­ast við með því að banna óbólu­sett­um börn­um að sækja leik­skóla í borg­inni.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill útiloka óbólusett börn frá leikskólum borgarinnar

„Ég er almennt ekki fylgjandi boðum og bönnum, en ég tel ástæðu til að bregðast við hættunni,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem boðar að hún muni leggja fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um að börn, sem ekki eru bólusett, fái ekki leikskólavist, nema með einstökum undantekningum.

Ástæðan er að mislingatilfellum hefur fjölgað verulega í Evrópu á árinu 2018. Fyrstu sex mánuði ársins létust minnst 37 manns af völdum mislinga í álfunni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað í Serbíu, eða 14.

„Ég mun flytja tillöguna í borgarstjórn.“

„Mér finnst rétt að Reykjavíkurborg geri almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla borgarinnar (með einstaka undantekningum). Margar Evrópuþjóðir hafa brugðið á sama ráð. Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi er ekki viðunandi að mati sóttvarnarlæknis. Minnki þátttaka enn frekar má búast við að hérlendis fari að breiðast út sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Mislingar eru sérstakt áhyggjuefni en samkvæmt WHO hafa mislingar náð gífurlegri útbreiðslu í Evrópu síðustu tvö ár,“ skrifar Hildur á Facebook-síðu sína.

Sóttvarnarlæknir hefur tekið fram að höfnun á bólusetningum sé „fremur sjaldgæf hér á landi“. „Miklu algengara er að skoðun í ung- og smábarnavernd falli niður af óljósum orsökum. Á undanförnu ári hefur verið lagt í vinnu við að auðvelda heilsugæslustöðvum að fylgjast með stöðu mála hjá þeim börnum sem eru skráð á stöðina og gefur það tækifæri til að kalla inn börn sem ekki hafa mætt í skoðun. Frekari úrbætur eru í undirbúningi til að auðvelda skráningu og fleira,“ sagði í yfirlýsingu frá sóttvarnalækni í júlí síðastliðnum. 

Hildur tekur fram að tillaga um útilokun óbólusettra barna frá leikskóla verði lögð fram á næstunni. „Ég mun flytja tillöguna í borgarstjórn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár