Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill útiloka óbólusett börn frá leikskólum borgarinnar

Hild­ur Björns­dótt­ir hef­ur áhyggj­ur af fjölg­un misl­inga­til­fella í Evr­ópu og vill bregð­ast við með því að banna óbólu­sett­um börn­um að sækja leik­skóla í borg­inni.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill útiloka óbólusett börn frá leikskólum borgarinnar

„Ég er almennt ekki fylgjandi boðum og bönnum, en ég tel ástæðu til að bregðast við hættunni,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem boðar að hún muni leggja fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um að börn, sem ekki eru bólusett, fái ekki leikskólavist, nema með einstökum undantekningum.

Ástæðan er að mislingatilfellum hefur fjölgað verulega í Evrópu á árinu 2018. Fyrstu sex mánuði ársins létust minnst 37 manns af völdum mislinga í álfunni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað í Serbíu, eða 14.

„Ég mun flytja tillöguna í borgarstjórn.“

„Mér finnst rétt að Reykjavíkurborg geri almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla borgarinnar (með einstaka undantekningum). Margar Evrópuþjóðir hafa brugðið á sama ráð. Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi er ekki viðunandi að mati sóttvarnarlæknis. Minnki þátttaka enn frekar má búast við að hérlendis fari að breiðast út sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Mislingar eru sérstakt áhyggjuefni en samkvæmt WHO hafa mislingar náð gífurlegri útbreiðslu í Evrópu síðustu tvö ár,“ skrifar Hildur á Facebook-síðu sína.

Sóttvarnarlæknir hefur tekið fram að höfnun á bólusetningum sé „fremur sjaldgæf hér á landi“. „Miklu algengara er að skoðun í ung- og smábarnavernd falli niður af óljósum orsökum. Á undanförnu ári hefur verið lagt í vinnu við að auðvelda heilsugæslustöðvum að fylgjast með stöðu mála hjá þeim börnum sem eru skráð á stöðina og gefur það tækifæri til að kalla inn börn sem ekki hafa mætt í skoðun. Frekari úrbætur eru í undirbúningi til að auðvelda skráningu og fleira,“ sagði í yfirlýsingu frá sóttvarnalækni í júlí síðastliðnum. 

Hildur tekur fram að tillaga um útilokun óbólusettra barna frá leikskóla verði lögð fram á næstunni. „Ég mun flytja tillöguna í borgarstjórn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár