Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Metfjölgun mislingasmita í Evrópu

Til­kynnt misl­inga­smit í Evr­ópu hafa marg­fald­ast frá ár­inu 2016. Al­þjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in kall­ar eft­ir auknu eft­ir­liti með bólu­setn­ing­um í Evr­ópu.

Metfjölgun mislingasmita í Evrópu
Barn með mislinga Rauð útbrot einkenna mislingasmit, ásamt hitaköstum og hálsbólgueinkennum.

Fyrstu sex mánuði ársins 2018 hafa að minnsta kosti 37 manns látið lífið sökum mislingasmits í Evrópu. Á sama tímabili hafa 41.000 manns smitast af sjúkdómnum, sem er talsvert meira en meðaltal síðustu átta ára. Þetta segir í skýrslu Evrópudeildar Alþjóða Heilbrigðismálastofnunarinnar. 

Árið á undan taldi 23.927 smit og árið 2016 taldi einungis 5,723. Þúsund smit hafa verið tilkynnt í Frakklandi, sömuleiðis í Georgíu, Ítalíu, Rússlandi og Serbíu á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Dauðsföllin eru flest í Serbíu, alls 14 manns. 

Útbrot og hiti

Mislingasmit eiga sér stað í lofti, í gegnum hóstaköst eða hnerra. Eftir mikil hitaköst og hálsbólgutengd einkenni dreifast rauðleit útbrot frá andliti og út um allan líkama. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi á þessu tímabili og eru sýktir einstaklingar hvattir til þess að einangra sig í minnst átta daga eftir að einkenni hafa látið sjá sig. Fjórum dögum eftir að útbrotin birtast fyrst er sjúklingurinn hættur að dreifa veirunni með hósta eða hnerra, og getur aftur umgengist fólk hættulaust. 

Flestir sem fá sjúkdóminn ná bata. Hjá ungum börnum getur sjúkdómurinn reynst banvænn, og einstaklingar með léleg ónæmiskerfi geta einnig fengið hættulega lungnabólgu sem getur auðveldlega dregið til dauða. 

Óbólusettur einstaklingur er líklegri til þess að smitast af sjúkdómnum og dreifa honum áfram til þeirra sem ekki eru bólusettir. 

Andstaða við bóluefni og átök í Evrópu

Andrew Wakefield, þáverandi læknir í Bretlandi, gaf út skýrslu árið 1998 þar sem hann lýsti orsakasambandi á bóluefnum við sjúkdómum á borð við mislinga og einhverfu í ungum börnum. Hreyfingar gegn bóluefnum hafa rutt sér til rúms á 21. öld. 

Vaxandi andstaða fólks gegn bóluefnum kann að skýra aukin smit og dauðsföll að einhverju leyti, hins vegar má rekja hátt hlutfall nýrra smita til Úkraínu, þar sem aðgerðir uppreisnarmanna gegn stjórnvöldum hafa skapað ástand þar sem smitsjúkdómar berast auðveldlega ásamt því að bóluefni berast illa á milli staða.

Í skýrslu sinni kallaði Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin eftir auknu eftirliti með bólusetningum. Í september munu öll aðildarlönd stofnunarinnar í Evrópu taka þátt í að móta Aðgerðaráætlun Bólusetninga í Evrópu á fjögurra daga ráðstefnu sem haldin verður í Róm. 

Fram kom í fréttum í vor að mislingasmitaður einstaklingur hefði verið í tveimur flugferðum Icelandair 30. maí síðastliðinn til og frá Íslandi. Þá var maður með smitandi mislinga um borð í vélum WOW air 18. júlí síðastliðinn í flugi frá London til Keflavíkurflugvallar, og þaðan til Detroit.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
1
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
4
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
3
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
5
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
4
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár