Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki geta stutt flokkinn vegna stöðu löggæslumála undir stjórn Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Ljóst sé að eitthvað muni fara úrskeiðis vegna manneklu og fjárskorts. „Það er ekki hægt að treysta svona fólki til að halda utan um svona mikilvægt málefni, svo ég tali um hana sérstaklega,“ segir Geir Jón.
Dómsmálaráðherra hélt því fram í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á mánudag að aldrei hefði jafn miklum fjármunum verið varið til löggæslumála og nú. Aukning á fjárheimildum hefði aldrei verið eins mikil og frá 2014 til dagsins í dag. Fullyrðingar Sigríðar stangast á við opinberar tölur um fjárveitingar til löggæslu, bæði ríkisreikninga og fjárlög. Í umsögn um fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022 lýsti ríkislögreglustjóri því yfir að ástand löggæslumála væri „almennt óviðunandi“.
„Hún heldur því fram að það fjármagn sem …
Athugasemdir