Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Allir eru að byrja upp á nýtt

Salóme Her­dís Bjarna­dótt­ir var að byrja í Versló og það eru mik­il við­brigði.

Allir eru að byrja upp á nýtt

Ég var að byrja á fyrsta ári í Versló. Ég var búin að vera ógeðslega stressuð fyrir fyrstu skóladögunum. Nú verð ég að reyna að verða meira opin svo ég kynnist nýju fólki. Í stærðfræðitíma um daginn var ég meira að spá í hvort ég ætti að segja eitthvað við stelpuna sem sat við hliðina á mér heldur en að hlusta á kennarann. Ég var bara að reyna að finna upp á einhverju að segja allan tímann. 

Mér finnst ég ekki sérstaklega opin manneskja. Jú, ég get alveg verið opin en ég get líka farið alveg inn í mig. Reyndar eru margir lokaðir og feimnir svona fyrst. Sumir eru samt vanari því að vera í stórum skóla og hitta fólk á göngunum sem það þekkir ekki. Ég er ekki vön því. Ég er að koma úr Hlíðaskóla. Hann er lítill, við þekktumst öll og vorum mikil heild. Maður gat verið 100% maður sjálfur þar. Ég var vön að segja allar mínar skoðanir. 

Nú er þetta allt öðruvísi. Nú þarf ég að passa í hverju ég er, hvernig ég lít út, hvað ég er að gera, hvað ég er að segja. Þetta á samt örugglega eftir að breytast. Svo er eitt  þægilegt við þetta. Allir eru að byrja upp á nýtt. Í raun og veru getur þú algjörlega breytt þér þegar þú byrjar í menntaskóla, ef þú vilt. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár