Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen fór með rangt mál um stöðu lögreglunnar

Lög­reglu­mönn­um fækk­aði um leið og spreng­ing varð í fjölg­un ferða­manna og íbúa­fjöldi jókst um 16 pró­sent. Mál­flutn­ing­ur ráð­herra stang­ast á við mat rík­is­lög­reglu­stjóra á fjár­þörf til að lög­regl­an geti sinnt þjón­ustu- og ör­ygg­is­hlut­verki sínu með full­nægj­andi hætti.

Sigríður Andersen fór með rangt mál um stöðu lögreglunnar
Fór með rangt mál Fullyrðingar Sigríðar Andersen í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi stangast á við opinberar tölur um fjárveitingar til löggæslu. Mynd: Pressphotos

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hélt því fram í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöldi að aldrei hefði jafn miklum fjármunum verið varið til löggæslumála og nú, aukning á fjárheimildum hefði aldrei verið eins mikil og frá 2014 til dagsins í dag og að lögreglan hefði nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. 

Fullyrðingar Sigríðar stangast á við opinberar tölur um fjárveitingar til löggæslu, bæði tölur Hagstofunnar sem byggja á ríkisreikningum, og fjárlög. Ríkisreikningar fyrir árin 2017 og 2018 liggja ekki fyrir, en ef miðað er við fjárheimildir er ljóst að fjárveitingar til löggæslu eru lægri að raunvirði í dag heldur en árin 2006, 2007, 2008 og 2009. Þá eru færri menntaðir lögreglumenn nú að störfum hjá lögregluembættunum heldur en voru árið 2006. Þetta er raunin þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um 16 prósent frá 2006 samhliða veldisvexti í fjölda ferðamanna. 

Ef litið er til fjárlaga fyrir árin 2014 til 2018 er ljóst að aukning fjárheimilda hefur verið afar hófleg. Löggæslu voru ætlaðir 13,6 milljarðar árið 2014 en 15,1 milljarðar árið 2018. Leiðrétt fyrir verðbólgu er þetta aðeins um 3 prósenta aukning, minni aukning heldur en margar stofnanir hafa fengið á sama tímabili gagnstætt því sem ráðherra heldur fram. Til samanburðar má nefna að raunútgjöld til löggæslu jukust um tæplega 11 prósent á jafnlöngu tímabili, milli áranna 2004 og 2008 í síðasta góðæri.

Hér má sjá upplýsingar um forsendur og útreikninga ráðuneytisins.

Ríkislögreglustjóri hefur greint frá því að embættið  telji stöðu löggæslumála „almennt óviðunandi“ á Íslandi og lögreglumenn séu of fáir til að lögregla geti sinnt þjónustu- og öryggishlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Fullyrðingar ráðherra í fréttum Stöðvar 2 stangast á við þetta mat embættisins á fjárþörf lögreglunnar. Þrátt fyrir ferðamannasprengjuna, íbúafjölgun, uppsafnaðan vanda á niðurskurðarárunum eftir hrun og vaxandi áskoranir í flóknari heimi er fjárframlögum til lögreglu enn sniðinn mjög þröngur stakkur í fjárlögum.

Óljóst er af fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar hve mikil útgjaldaaukning er ætluð lögreglunni næstu árin, en ljóst er að ekki er um háar fjárhæðir að ræða. Heildarútgjöld til almanna- og réttaröryggismála aukast um 18,2 milljarða á áætlunartímabilinu, þar af er 14 milljörðum varið til kaupa á nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, og deilast hinir 4,2 milljarðarnir niður á landamæravörslu, ákæruvald og réttarvörslu, fullnustumál, réttaraðstoð og löggæslumál.

Athygli vekur að í fjármálaáætluninni er tilgreint það markmið að árið 2023 verði lögregla í 90 prósentum tilvika tilbúin með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast, svo sem þegar þörf er á lífsbjargandi aðstoð. Þannig telja stjórnvöld ásættanlegt að í 10 prósentum neyðartilvika geti lögregla ekki brugðist umsvifalaust við neyðarkalli þeirra sem þurfa á hjálp að halda.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heldur því þó fram að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara og nú. „Staðreyndin er sú að fé til löggæslumála... aukning á fjárheimildum hefur aldrei verið eins mikil og nú um stundir,“ sagði hún í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þá var haft eftir henni að lögreglan hefði nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár