Nefnd fjármálaráðuneytis vann tillögur um flatara skattkerfi

Nefnd um end­ur­skoð­un tekju­skatts vann til­lög­ur um flat­ara skatt­kerfi með lægri skatt­pró­sentu en hærri skerð­an­leg­um per­sónu­afslætti. Hærra skatt­þrep lækk­ar um rúm 3 pró­sentu­stig. Ný nefnd um sama mál með sama for­manni var skip­uð í tíð nú­ver­andi stjórn­ar, en hef­ur ekki skil­að til­lög­um.

Nefnd fjármálaráðuneytis vann tillögur um flatara skattkerfi
Axel Hall Nefnd um endurskoðun tekjuskatts leggur til flatara skattkerfi og hærri skerðanlegan persónuafslátt. Mynd: Háskóli Íslands

Nefnd um endurskoðun tekjuskatts, sem Axel Hall hagfræðingur stýrði fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tíð síðustu ríkisstjórnar, vann tillögur um flatara skattkerfi með færri skattþrepum. Lægsta skattprósentan mundi lækka en persónuafsláttur hækka samkvæmt tillögunum, en þær eru byggðar á hugmyndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hærra skattþrepið mundi lækka úr 46,24% í 43%.

Ný nefnd um sama mál var skipuð af núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna Benediktssyni, og er Axel aftur formaður. Hann kynnti hugmyndir fyrri nefndarinnar fyrir hönd ráðuneytisins á fundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins 24. maí síðastliðinn og voru fundargögn birt á vef forsætisráðuneytisins í dag.

Hugmyndirnar snúa að því að auka jöfnuð án þess að draga úr hvata til vinnu. Samkvæmt þeim munu ráðstöfunartekjur fólks með allt að 3,6 milljónir króna í árstekjur aukast, en lækka lítillega hjá þeim sem eru með á milli 3,6 og 5 milljónir króna á ári. Ráðstöfunartekjur fólks með yfir 5 milljónir á ári munu einnig aukast.

Samkvæmt þessu mun persónuafsláttur hækka verulega, en verða skerðanlegur. Hann mun fara þangað sem „þörfin er mest“ samkvæmt kynningu ráðuneytisins. Stærri hluti skattgreiðenda mun þannig verða með engan persónuafslátt en lægri skattprósentu. Tekjuskattskerfið verði þannig „flatara“.

Kerfið felur í sér háar tekjutengingar barnabóta, hærri grunnbætur og þök á greiðslur fyrir fjölda barna. Þá eru vaxtabætur afnumdar með öllu.

Verkalýðshreyfingin vill þrepaskipt kerfi frekar en flatt

Á sama fundi kynnti Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, útreikninga á skattbyrði launafólks. Í erindi hans kom fram að skattbyrði hafi aukist mikið á síðustu áratugum, sér í lagi hjá tekjulægstu hópunum. Ástæður þess séu að persónuafsláttur hafi ekki haldið í við launaþróun, vaxtabóta- og barnabótakerfin hafi veikst verulega og stuðningur við leigjendur hafi rýrnað. Lagði ASÍ til að skattþrepum yrði fjölgað og hátekjuskattur yrði settur á ofurlaun. Skattkerfið verði þannig að styðja við markmið kjarasamninga um bætt kjör lægst launuðu hópanna.

Þá lagði BSRB fram minnisblað þar sem stuðningur félagsins við þrepaskipt skattkerfi var ítrekaður. „Reka á skattkerfið og um leið velferðarkerfi landsins með því hugarfari að fólk greiði inn eftir efnum og taki út eftir þörfum,“ segir í minnisblaðinu. „Mikilvægt er að þær breytingar sem fyrirhugað er að gera á skattkerfinu komi helst þeim tekjulægstu til góða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár