Ný rannsókn sýnir fram á að bólusetning á börnum gegn rótaveiru í Malaví getur dregið úr ungbarnadauða af völdum niðurgangssjúkdóma um þriðjung. Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að sýna fram á að bólusetning gegn rótaveiru hafi slík áhrif í lágtekjulandi.
Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Liverpool-háskóla, Johns Hopkins Bloomberg School of Public Health, auk samstarfsaðila í Malaví. Niðurstöðurnar birtust í tímaritinu The Lancet Global Health. Þær styðja við núverandi stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þess efnis að bólusetningaráætlanir allra landa skuli innihalda bólusetningu gegn rótaveiru.
Algengasta orsök niðurgangssjúkdóma í börnum
Niðurgangssjúkdómar valda 17 prósentum af dauðsföllum ungbarna, utan nýbura, á heimsvísu. Rótaveira er þar algengasta orsökin og má rekja um þriðjung innlagna barna vegna alvarlegs niðurgangs til sýkingar af völdum hennar. Árið 2013 dró veiran 215 þúsund börn í heiminum til dauða. Af þeim voru 121 þúsund búsett í Afríku. Auk dauðsfallanna veiktust yfir tvær milljónir barna í heiminum …
Athugasemdir